Fara í efni
Umræðan

Var sjálfstæðistaka Íslendinga mistök?

17. júní 1944 – Var sjálfstæðistaka Íslendinga mistök?

Í Noregi þegar vextir eru í sögulegu hámarki eru fjármálaráðherra og forsætisráðherra þess lands í hverjum fréttatímanum með uppbyggjandi skilaboð til fólksins um hvað sé að vera og hvað skuli gera. Þeir útskýra á hverjum degi til skiptis fyrir fólkinu sínu hvernig þau ætli að komast úr þessum tímum og að þegnar landsins þurfi að sýna þolinmæði og aðhald.

Vextir eru í sögulegu hámarki þar í landi.

Carl Richard Hagen var þingmaður Norðmanna, forseti Stórþingsins og prófessor í eðlisfræði að mennt. Hann vildi að fólkið í landinu stundaði verðbólgustýrða hegðun. Hann útskýrði það sem einingar sem þú þarft og þarft ekki.

50 einingar þarf til að gera allt sem þig langar í lífinu. Þannig áttu þitt hús, bíl og hyttu (sumarbústað sem er standard í Noregi). Þannig þarftu ekki að vinna nema átta tíma á dag, virka daga, og hinum 16 tímunum verð þú í sjálfan þig og fjölskyldu og átt góðan nætursvefn. Ef þú svo eignast 70 einingar einn mánuðinn þá fara 20 inn á bankabók.

Ekkert breytist.

Með þessu þá hækka ekki lánin þín. Fasteignir hækka ekki og verða aldrei notaðar sem hlutabréfakaup og landið verður ríkasta land í heimi. Þetta var hugsun hans fyrir utan olíuna sem Norðmenn fundu 1969 og hann taldi þau ekki geta stólað einungis á eins og aðrir flokkar þá.

Þessi hugmyndafræði er frábær fyrir fólkið í landinu en ... ekki fyrir fyrirtækin.

En hver er staðan í Noregi í dag?

Hér heima vilja fyrirtækin að við notum fleiri einingar og flokkar kapítalismans vilja lána þér fyrir því sem þú getur ekki keypt og þarft alls ekki. Enginn Carl Hagen hefur fæðst á Íslandi og komist til valda á Alþingi.

Því er staðan eins og hún er í dag hér á landi.

Hagen var rúm 20 ár á þingi og smám saman þá urði fleiri hlynntir þessari stefnu og Noregur tók á sig þá mynd sem landið geymir í dag. Því er brugðist við með hendur á lofti þegar staða fólksins þar er eins og hún er nú. Eins og staðan er í besta falli á Íslandi. Hvernig má það vera?

Botninum er náð í Noregi þegar toppnum er náð á Íslandi. Við þekkjum ekki þessa hugsun og stefnu. Hún hefur ekki verið alin upp á landinu síðan 17. júni 1944. Mögulega verið viljandi þurrkuð út af „rétta fólkinu“ sem náði hér völdum.

Allt öðruvísi hugsun.

Hvar er Bjarni og hvar er Katrín?

Ekkert heyrist frá þeim í þessu ástandi þegar heimilin taka á sig daglega stöðuna sem þau bjuggu til. Á meðan þau leyfa ótakmarkaðan mokstur ferðafólks til landsins sem hér eyða peningum og auka verðbólgu og hagvöxt að hluta. Á meðan við tökum allan hitann á okkur þegar ferðamaðurinn fer svo aftur heim til sín og lifir sínu lífi þar. Erum við að hleypa of mörgum inn í landið? Væri ástandið betra ef túrismanum væri stýrt til að minnka verðbólgu? Ég er ekki hagfræðingur.

Allt í einu hverfa þessi tvö frá vinnu? Hvers vegna?

Vegna þess að fyrirtækin græða. Þau þegja.

Þau eru uppalin í ástandi eftir sjálfstæði Íslands. Þar sem hugsun Hagens þekkist ekki en kapitalisminn þekkist.

Hagfræðingar þessa lands spáðu 2% verðbólgu á þriðja árfjórðungi ársins 2023.

Stöngin út. Hún er 8 % kæru hagfræðingar.

Hagfræðingur Seðlabankans lýsir ástandinu svona. Verðbólga er bíll sem er verið að keyra á hámarkshraða. Nauðsynlegt sé að hægja á ferðinni svo hann ofhitni ekki.

Ætti hann ekki frekar að segja sannleikann frekar en að tala sandkassatungumál?

Verðbólga er búin til af fólki. Ekki okkur sem greiðum leikskólagjöld og af fasteignum. Heldur fólki sem stýrir landinu okkar og fæddist á Íslandi eftir 17. júni 1944.

Ég sé fyrir mér Ísland eftir 25 ár. Eyðieyja þar sem ríkir búa. Allir hinir eru fluttir til Noregs. Landið stútfullt af túristum.

Vextir Seðlabanka Noregs eru 3%

Vextir Seðlabanka Íslands eru 7,5%

Stýrivextir í Noregi eru 3.75%

Stýrivextir á Íslandi eru 9.25%

Norsk stjórnvöld og eitt ríkasta land í heimi bregst við daglega með uppbrettar ermar í orðins fyllstu merkingu. Vinnandi langt fram eftir kvöldi að ná þessum vöxtum niður aftur niður 0% (núll) fyrir fólkið í landinu.

Á meðan heyrist ekki í fólkinu sem stýrir landinu okkar. Það lokar sig af, lætur okkur úthúða og setja allan hitann á ráðalausan seðlabankastjóra sem bíður eins og lítill strákur eftir útspili Bjarna og Katrínar. Þau benda þannig á hvort annað. Af því þau kunna ekkert annað en að benda á hvort annað.

Þetta er hinum að kenna. Ekki mér.

Þetta er í uppeldinu.

Á meðan eru haldin lokuð partý í Garðabæ.

Þorið að taka ábyrgð á stöðunni !

Ásgeir Ólafsson Lie er markþjálfi og ráðgjafi

Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar!

Skúli Bragi Geirdal skrifar
25. nóvember 2024 | kl. 06:00

Lífæð landsbyggðarinnar

Stefán Þór Eysteinsson skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 14:30

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15