Fara í efni
Umræðan

Vanlíðan barna er stöðugt að aukast

Frá því að því að heimsfaraldri kórónuveiru lauk hafa verið uppi ýmis teikn á lofti um versnandi geðheilsu barna og ungmenna. Lýðheilsuvísar embættis landlæknis benda til þess að hamingja ungmenna (barna í 7.-10. bekk) fari lækkandi og kvíði meðal þeirra sé vaxandi vandamál. Árlega birta Rannsóknir og greining skýrslu upp úr rannsóknum sínum sem gjarnan eru kenndar við hið íslenska forvarnarmódel. Þar hefur viðhorf ungmenna til ýmissa námstengdra þátta tekið dýfu. Sömu sögu má segja varðandi einkenni vanlíðunar og reiði sem hafa færst í aukanna á síðustu árum. Þá virðist stelpum líða verr en drengjum en sérstaklega þarf að huga að hinsegin börnum og ungmennum, fötluðum börnum og börnum og ungmennum með ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn.

Veiting þjónustu með öðrum leiðum

Stjórnvöld hafa brugðist við þessum áskorunum með margvíslegum hætti. Mikil uppbygging hefur átt sér stað innan heilsugæslunnar við veitingu sálfræðiþjónustu við börn og ungmenni. Það var mikilvægt að taka það skref sérstaklega til að hlúa að geðheilbrigði í forvarnarskyni og sem fyrstu og annars stigs heilbrigðisþjónustu. Þessi þjónusta hefur mælst vel fyrir um en ennþá er rík þörf fyrir veitingu geðheilbrigðisþjónustu til barna og ungmenna á þriðja stigi, sem aðeins verður veitt á sjúkrahúsinu. Einnig þarf að styðja betur við úrræði sem veitt eru í grunnskólum og framhaldsskólum, þar sem lægri þröskuldur er fyrir einstaklingana að sækja sér þjónustu.

Kasta krónunni fyrir aurinn

Þyngstu málin leita þjónustu göngudeildar og barna- og unglingageðteymis (BUG- teymi) Sjúkrahússins á Akureyri og eiga að mínu mati ekki að þurfa að sækja þjónustu suður, með tilheyrandi kostnaði, álagi og óhagræði fyrir alla aðila. Það er mikilvægt að einstaklingar geti sótt þessa þjónustu í nærumhverfinu, sér í lagi þegar um er að ræða alvarleg aðkallandi veikindi barna. BUG-teymið er 10 ára og hefur fyrir löngu sannað gildi sitt, þar starfa frábærir einstaklingar sem sinna starfinu af mikilli alúð. Auk þess dregur tilvist þjónustunnar á landsbyggðinni álag af sérhæfðri deild BUGL á Landspítalanum sem einnig er mjög mikið.

Leita þarf leiða til að tryggja þessari mikilvægu geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni nægt fjármagn til að tryggja framtíð þjónustunnar svo hægt sé að mæta einstaklingum á þeim stað sem þeir eru staðsettir.

Norðurlandamet í lyfjanotkun

Ýmis teikn eru á lofti að fækka eigi möguleikum barna og ungmenna að sækja geðheilbrigðisþjónustu á Akureyri og í nærumhverfi. Nefna má ákvörðun um að leggja niður stöðu sálfræðings við Verkmenntaskólann á Akureyri sem hefur verið harðlega gagnrýnd.

Skortur á úrræðum við auknum geðheilbrigðisvanda birtist okkur í Norðurlandameti í notkun þunglyndislyfja. Það er ekki met sem nokkur þjóð á að fyllast stolti yfir.

Á Alþingi hef ég áður átt umræður við heilbrigðisráðherra um þessa gríðarlegu notkun þunglyndislyfja hérlendis og hef nú lagt fram fyrirspurn á ráðherra um framtíð BUG-teymisins og fyrirkomulags geðheilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði Sjúkrahússins á Akureyri. Hér verður að stíga fast til jarðar og standa vörð um mikilvæga þjónustu við börn og ungmenni.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00