Fara í efni
Umræðan

Vankaður vegna afstöðu Hildu Jönu

Stundum verður maður svolítið vankaður eftir að hafa lesið afstöðu einstakra bæjarfulltrúa til ýmissa álitamála. Þannig fór fyrir mér nú í morgun þegar ég las gallharða afstöðu Hildu Jönu Gísladóttur vinkonu minnar gegn hugmynd um byggingar fyrir neðan sjúkrahúsið. Hún taldi þær allt of háar og því ekki réttlætanlegt að breyta deiliskipulaginu til að koma slíkum byggingum fyrir þar. Með sömu rökum taldi hún fráleitt að samþykkja tillögur um byggðina fyrir norðan Gránufélagshúsin og birti svo með því mynd af ellefu hæða byggingum sem löngu eru farnar af kortinu. En hvað sem því líður þá er afstaða hennar til svo hárra bygginga auðvitað góð og gild enda þótt allir séu ekki sammála henni. Það sem gerði mig venju fremur vankaðan var að þessi skoðun hennar á greinilega ekki við um uppbygginguna í miðbænum. Þar hefur hún, ásamt öðrum í Akureyrarflokknum, lagt til að hækka byggðina all verulega frá gildandi skipulagi enda þótt það komi ekki til greina á Eyrinni eða í Innbænum. Alls ekki.

Þetta þykir mér ekki lýsa mjög skýrri sýn á grundvallaratriði í skipulagi. Þess í stað er hlaupið eftir þeim sem hæst galar innan eða utan bæjarstjórnar. Í seinni tíð hefur slíkur pólitískur hringlandaháttur verið kenndur við popúlisma og ekki talið til fyrirmyndar.

Ragnar Sverrisson er kaupmaður í JMJ. Hann var upphafsmaður að verkinu Akureyri í öndvegi, sem stóð fyrir íbúaþinginu 2004 og alþjóðlegri arkitektasamkeppni í kjölfarið.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00