Fara í efni
Umræðan

Undirbúa íbúðabyggð í landi Ytri-Varðgjár

Umrætt skipulagssvæði er afmarkað með gulri línu. Skjáskot úr skipulagslýsingunni.

Í undirbúningi er að byggja upp nýtt íbúðahverfi á rúmlega 16 hektara svæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit. Svæðið er nokkru ofan við Skógarböðin.

Vinna er að hefjast við gerð deiliskipulags fyrir svæðið, en áform eru um að byggja þar 30-40 íbúðarhús með aðkomu frá Veigastaðvegi. Fyrirhuguð íbúðabyggð stendur í aflíðandi 10-15% halla í 70-130 metra hæð yfir sjávarmáli. Svæðið sem um ræðir afmarkast af Veigastaðavegi í vestri og nær þaðan um 300 metra til austurs upp í Vaðlaheiði, að Laxárlínu 1. Skipulagssvæðið liggur að landamörkum við Austurhlíð í norðri og að landamörkum við Syðri-Varðgjá í suðri, að því er fram kemur í lýsingu á skipulagsverkefninu sem unnið er af Landslagi ehf.


Skjáskot úr skipulagslýsingunni.

Eyjafjarðarsveit óskaði eftir umsögn skipulagsráðs Akureyrarbæjar vegna skipulagslýsingarinnar og gerði skipulagsráð ekki athugasemdir við hana. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu skilgreint sem íbúðasvæði ÍB12, en að litlum hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).

Í skipulagslýsingunni er farið yfir mögulegan tímaramma deiliskipulagsins. Eftir samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila í september og október er reiknað með að hægt verði að taka tillögu að deiliskipulaginu fyrir á fundi skipulagsnefndar Eyjafjaraðrsveitar og fara í gegnum lögbundið auglýsingar- og kynningarferli í nóvember og desember. Í framhaldinu ætti svo að vera hægt að taka hana fyrir með mögulegum athugasemdum og umsögnum og afgreiða í sveitarstjórn í janúar 2024 og staðfesta skipulagsbreytinguna í febrúar 2024 eftir að hún hefur farið í gegnum skipulagsstofnun og nýtt skipulag auglýst.

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45

Bleikur dagur

Ingibjörg Isaksen skrifar
23. október 2024 | kl. 13:30