Fara í efni
Umræðan

Um sveitarfélög

Sagt var frá því í fréttum fyrir nokkru að sveitarfélögin Reykjanesbær, Árborg og Reykjavík væru á hvínandi hausnum og m.a. væri um að kenna ört vaxandi móttöku á flóttafólki þar til búsetu sem leiðir af sér mikinn kostnað við að aðstoða þetta ólánsama fólk með húsnæði, mat og annað lífsviðurværi, fólk, sem hefur þurft að flýja heimalönd sín vegna ýmissa aðstæðna heima fyrir. Því datt mér svona í hug hvort bæjarstjórn Akureyrar hefði ekki verið full djarftæk að bjóðast til að taka á móti á einu ári, ef mig misminnir ekki, um 350 flóttamönnum því óhjákvæmilega hlýtur það að leiða af sér mikinn kostnað eins og hjá fyrrgreindum sveitarfélögum. Ég ætla rétt að vona að ég sé ekki ósanngjarn, sem félagi í Eldri borgarafélagi Akureyrar (EBAK) þegar ég minni á að u.þ.b. fyrir 10 árum var byrjað að falast eftir stækkun á húsnæði því, sem EBAK hefur til umráða í Bugðusíðu 1 hér í bæ en enn höfum við eldri borgarar ekki verið bænheyrð. Stækkun á viðkomandi húsnæði hefði sko alls ekki kostað augun úr en framtaksleysið hefur verið algjört. Allra verst í þessu máli er að margir í bæjarstjórn Akureyrar eru einmitt afkomendur þessa yndilega eldra fólks, sem ég þekki svo vel af öllu góðu því ég starfa einmitt svolítið með þessu góða fólki. EN ÞETTA ERU ÞAKKIRNAR

Hjörleifur Hallgríms er varabæjarfulltrúi

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00