Fara í efni
Umræðan

Tvöfaldur KA-sigur í Kópavoginum í dag

Myndin er úr leik kvennaliða KA og Völsungs á síðasta tímabili, en þessi lið berjast nú á toppi Unbroken-deildarinnar. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason.

Bæði blaklið KA mættu HK í Kópavoginum í dag og koma heim með þrjú stig hvort. Karlaliðið vann 3-0 og kvennaliðið vann 3-1. Bæði lið eru jöfn keppinautum sínum á toppi deildanna.

Karlalið KA vann HK örugglega með þremur hrinum gegn engri og er með 24 stig á toppi Unbroken-deildarinnar, jafnmörg stig og Hamar, sem á leik til góða. KA hefur spilað tíu leiki og unnið átta, en Hamar hefur unnið átta leiki af níu.

Kvennalið KA tapaði á dögunum sínum fyrsta leik þegar liðið mætti Aftureldingu, en stelpurnar svöruðu fyrir tapið í dag þegar þær mættu HK í Kópavoginum. KA vann 3-1 og er með 21 stig úr átta leikjum, en raðast í 2. sætið á eftir Völsungi sem einnig er með 21 stig. Völsungur vann Þrótt Fjarðabyggð fyrr í vikunni og heldur toppsætinu. Völsungur hefur unnið 21 hrinu og tapað þremur, en KA hefur unnið 22 hrinur og tapað sex.

  • Unbroken-deild kvenna í blaki
    HK - KA 1-3 (25-23, 19-25, 19-25, 17-25)
    Leikskýrslan
    Staðan í deildinni

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10