Fara í efni
Umræðan

Til Sunnu Hlínar

Þakka þér fyrir viðtökurnar við grein minni og ekki blöskra mér ómerkilegar viðtökurnar hjá meirihlutanum að fella tillögu ykkar Framsóknar fólks um stækkun húsnæðisins í Bugðusíðu. Ég geri aftur á móti ekkert með bullið í meirihlutanum um aðgerðir í Bugðusíðunni því það eru mikið mörg ár síðan EBAK fór fram á að húsnæðið yrði stækkað og bauðst til að lána fyrir framkvæmdum en var hunsað af þáverandi meirihluta eins og fram hefur komið hjá mér áður. Meira að segja var núverandi bæjarstjóra boðið fyrir u.þ. b. ári að skoða ástandið og lýsti hún yfir sárum vonbrigðum en e.t.v. hefur hún lítið að segja yfir kolrugluðum meirihluta, sem er illa hæfur bæði í skiðulagsmálum í okkar fallega bæ og fjármálum almennt. Fyrir utan að mér hefur orðið tíðrætt réttilega um fjárausturinn í Listasafnið, sem hefði mátt fara allt öðruvísi að og ódýrar en það verður ekki aftur tekið og við bæjarbúar verðum að sætta okkur við jafvnel tuga eða hundruð milljóna fjáraustur til safnsins á ári á meðan t.d. Iðnaðarsafninu á að halda á lífi til n.k.áramóta, þessu stórmerkilega safni, sem rekur stórkostlega sögu í uppbyggingu og þróun iðnaðar í Iðnaðarbænum Akureyri um árabil. Nú vil ég taka fram að ég er mikill aðdáandi íþrótta og alger fíkill í sambandi við allan fréttaflutning af íþróttum. En nú bregður svo við að meirihlutinn ætlar að fara að ausa hundruðum milljóna í margvíslega aðstöðu fyrir íþróttafólk, sem ekkert getur því er nú verr og miður nema þá fótbolta strákarnir hjá KA, sem stóðu sig afburða vel á síðustu leiktíð. Væri nú ekki ráð að fallliðin hjá Þór og að hluta til hjá KA færu að sýna hvað í þeim býr áður en farið er að ausa hundruðum milljóna í íþróttahallir og vil ég í þessu sambandi benda á árangurinn hjá fótboltaliði KA, sem ekki æfði við alltof góðar aðstæður á síðasta tímabili. En vilji er allt sem þarf vita allir sem vilja vita. Að lokum Sunna Hlín þú gleymdir að minnast á 33% og 50%, sem sagði þér en telur e.t.v. að við gamlingjarnir séum ekkert of góð til að taka þessa óþverra hækkun á okkur.

Hjörleifur Hallgríms er varafulltrúi F listans

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30