Fara í efni
Umræðan

Þrír meistarar í tréverki opna listasýningu á Hlíð

Ásta Júlía, kynningar- og viðburðarstjóri Hlíðar með listamönnunum þremur; Guðmundi, Ólafi og Hermanni. Myndir með viðtali: Rakel Hinriksdóttir

Þjóðhátíðarskemmtun var haldin á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð í dag, 14. júní. Mikil veðurblíða lék við gesti hátíðarinnar og setið var úti í porti við suðurinnganginn. Hápunktur dagsins var þegar ný listasýning var opnuð eftir hádegi, en það eru þeir Hermann Sigtryggsson, Guðmundur Bjarnar Stefánsson og Ólafur Jónsson sem sýna þar verk sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að vinna með tré. Sýningin verður uppi í sumar og öll velkomin að koma í heimsókn og skoða.

Hátíðarhöldin voru einnig nýtt til þess að taka við alþjóðlegri viðurkenningu sem Eden hjúkrunarheimili, gera sér glaðan dag í sólinni með grillaðar pylsur og hlusta á tónlist, en Rúnar Eff heimsótti gesti með gítarinn á lofti.

Hér er svolítil myndasyrpa frá deginum og sýningu listamannanna þriggja:

Ólafur Jónsson

Guðmundur Bjarnar

Hermann Sigtryggsson

Þessi loðni og góði gestur vakti mikla lukku hjá ungum jafnt sem öldnum.

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30