Fara í efni
Umræðan

Sunna með Södertälje upp í efstu deild?

Sunna Björgvinsdóttir hefur átt frábært tímabil með sænska íshokkíliðinu Södertälje.

Akureyrska íshokkíkonan Sunna Björgvinsdóttir hefur átt frábært tímabil með liði sínu Södertälje í norðurhluta Allsvenskan, næstefstu deildar í Svíþjóð. Lið hennar hefur tryggt sér sigur í norðurdeildinni og er komið í úrslitaeinvígi, umspil um sæti í sterkustu íshokkídeild kvenna í Evrópu, SDHL. Frá þessu er sagt á vef Skautafélags Akureyrar, en þar æfði Sunna íshokkí frá barnsaldri og spilaði með meistaraflokki áður en hún hélt utan í atvinnumennsku. 

Södertälje mætir HV71 í úrslitaeinvígi Allsvenskan og fer sigurliðið upp í SDHL-deildina. Vinna þarf tvo leiki til að klára einvígið. Áður hafði Södertälje unnið Malmö Redhawks í úrslitum norðurdeildarinnar og átti Sunna stórleik í fyrri leik liðanna, „bar lið sitt á herðum sér“, eins og það er orðað í frétt Skautafélagsins. Sunna skoraði þrjú mörk í leiknum og lagði upp það fjórða í 5-2 sigri, og spilaði einnig vel í seinni leiknum þar sem hún lagði upp fyrsta markið í 4-0 sigri.

„Sunna hefur verið einn albesti leikmaður Allsvenskudeildarinnar í vetur og mun mæða mikið á henni í úrslitaeinvíginu gegn HV71 sem endaði í næst neðsta sæti SDHL deildarinnar,“ segir í fréttinni á sasport.is. Fyrsti leikur í úrslitaeinvíginu, Playoff till SDHL, verður á fimmtudag á heimavelli Södertälje. Mögulegt er að horfa á leikina í gegnum svenskhockey.tv gegn vægu gjaldi.

Akureyringar áttu aðra íshokkíkonu í undanúrslitum, en Katrín Rós Björnsdóttir og lið hennar í Örebro, féllu úr leik í undanúrslitum í hinum helmingi Allsvenskudeildarinnar.

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45