Sterkara Austurland með stærri þjónustumiðju
Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, skrifar átta stuttar greinar „um mikilvægustu málin í Norðausturkjördæmi að mínu mati – sem áhugamaður um byggðamál og fræðimaður.“
Fyrsta grein Jóns Þorvaldar birtist á Akureyri.net á föstudag og sú fimmta í dag, þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að gera Austurland sterkara og með stærri þjónustumiðju.
„Það er flest gott á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Þó er eitt sem stendur upp úr sem okkar lang stærsti dragbítur. Það er veðrið. Hvernig stendur þá á því að það eru ekki miklu fleiri sem eiga heima þar sem veðrið er þó skást á Íslandi? Semsagt á Fljótsdalshéraði á Austurlandi?“ segir Jón. „Það er kannski varasamt að fullyrða hvar besta veðrið er á okkar norðlæga landi en því verður ekki á móti mælt að á sumrin er oft besta veðrið á Austurlandi. Ekki er ástæðan slæmar landfræðilega aðstæður á í landshlutanum. Öðru nær. Þar er allt til alls: Undirlendi til landbúnaðar, frábærar hafnaraðstæður, mikið vatnsafl, mikil náttúrufegurð og minni fjarlægð til Evrópu en frá öllum öðrum hlutum landsins. Eina sem mætti vera meira af er heitt vatn. Slíkt er þó viðráðanlegra eftir að varmadælur komu til.“
Smellið hér til að lesa grein dagsins.
Fyrri greinar Jóns Þorvaldar:
1. Missa ekki það sem við höfum
4. Vegakerfi sem gerbreytir búsetuskilyrðum á Norður- og Austurlandi