Fara í efni
Umræðan

Slökkvilið Akureyrar æfir í Margréti EA

Slökkvilið Akureyrar efndi í morgun til brunaæfingar um borð í Margréti EA 710, skipi Samherja sem liggur við Oddeyrarbryggju á Akureyri. Æfingin fer fram í samvinnu við útgerðina.

Æfingin, sem snýr að brunavörnum og reykköfun, hófst klukkan átta og gert er ráð fyrir að hún standi í tvær til þrjár klukkustundir. Slíkar æfingar eru haldnar reglulega, enda mikilvægt að slökkviliðið sé vel þjálfað í að kljást við mismunandi aðstæður um borð í skipum. Eldvarnarkerfum skipa er ætlað að uppfylla ýtrustu alþjóðlegu kröfur og æfingar haldnar til að ganga úr skugga um að allur búnaður virki sem skyldi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við upphaf æfingarinnar í morgun.

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45