Fara í efni
Umræðan

Sælla er að gefa en þiggja

Öll viljum við fá að njóta jólanna með öllu því sem þau hafa upp á að bjóða. Við viljum klæða okkur í sparifötin, borða góðan mat og vera í góðum félagsskap, meiri kröfur getur maður ekki gert og ætti ekki að gera. En það eru ekki allir svo lánsamir að geta leyft sér þennan munað um jólin. Ástæðurnar geta verið margvíslegar.

Í desember eru flestir uppteknir af því að þrífa hús sín og skreyta, kaupa gjafir, fara á jólatónleika svo ekki sé minnst á jólahlaðborðin. En svo eru þeir líka til sem vilja láta gott af sér leiða og gleðja aðra sem hafa kannski minni tækifæri til að njóta.

Fyrir stuttu síðan fékk ég símtal og erindið var einfalt, viðkomandi vildi bjóða okkur fólkinu í Lautinni, sem er athvarf fyrir fólk með geðræna erfiðleika, upp á jólaveislu að hætti ömmu. Hann myndi kaupa allt hráefnið og sjá svo sjálfur um að elda og gera okkur glaðan dag.

Úr varð frábær jólaveisla fyrir rúmlega 20 manns þar sem boðið var upp á svínahamborgarhrygg með öllu tilheyrandi og toppurinn var svo möndlugrauturinn með tilheyrandi möndlugjöf þar sem allir voru sigurvegarar.

Þakklæti er okkur efst í huga eftir þessa hátíðlegu stund. Takk, Hallgrímur Sigurðarson!

Ólafur Torfason er forstöðumaður Lautarinnar 

Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari við jólaborðið í Lautinni.

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15