Fara í efni
Umræðan

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?

Til þess að mæta þessum ábyrgðum er aðeins að finna um 20 milljarðar króna í tryggingasjóðnum samkvæmt upplýsingum frá honum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd hér á landi vegna aðildarinnar að EES-samningnum mun það þýða ríkisábyrgð á þessum 1.490 milljörðum eins og staðan er í dag. Tilskipunin hefur enn ekki verið tekin upp í samninginn en gerð hefur verið krafa um það og er málið í ferli í þeim efnum.

Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að hún verði veitt. Fram kom í af­stöðu meiri­hluta ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is til málsins árið 2014 að liggja yrði ljóst fyr­ir að til­skip­un­in fæli ekki í sér rík­is­ábyrgð áður en hún yrði innleidd samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu en Evrópusambandið hefur sagt að hún slík ábyrgð sé til staðar í henni.

Með hliðsjón af efni umræddrar tilskipunar Evrópusambandsins, sem er í raun svar sambandsins við sigri Íslands í Icesave-deilunni, er ljóst að hún kveður á um ríkisábyrgð. Þannig segir til dæmis í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að tryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja auk þess aðgengi þeirra að fjármögnun til skamms tíma til þess að mæta kröfum. Sem fyrr segir á sjóðurinn aðeins 20 milljarða til þess.

Málið er annars afar lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir innri markað þess og þar með samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem það setur og tekið er upp í EES-samninginn.

Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur eins og við sömdum um við Breta í stað EES-samningsins. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt.

Hjörtur Guðmundsson er er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.

Stækkum Skógarlund!

Elsa María Guðmundsdóttir skrifar
26. mars 2025 | kl. 12:30

Vannýttur vegkafli í G-dúr

Jens Garðar Helgason skrifar
21. mars 2025 | kl. 10:30

Að velja sér börn

Katrín Árnadóttir skrifar
21. mars 2025 | kl. 06:00

Tækifæri og áskoranir í miðbænum

Halla Björk Reynisdóttir skrifar
20. mars 2025 | kl. 17:30

Álfar og huldu­fólk styðja um­hverfis­vernd

Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar
18. mars 2025 | kl. 13:00

Kæra Sambíó

Arnar Már Arngrímsson skrifar
14. mars 2025 | kl. 17:30