Fara í efni
Umræðan

Rask á málum ÖA

Fyrir nokkru reit ég tvær greinar um málefni Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) og ákvörðun bæjarstjórnar að segja sig frá rekstrinum – sjá hér og hér. Í greinum mínum vakti ég athygli á að þessi ákvörðun væri líklega ein sú stærsta sem tekin hefur verið í bæjarstjórn á síðustu áratugum og að bæjarstjórn skuldaði bæjarbúum svör við mörgum spurningum hennar vegna. Talsmenn bæjarins brugðust við með útúrsnúningi og skætingi en leiddu efnislega umræðu um málið hjá sér. Nú hefur komið í ljós að ákvörðun þeirra hefur þegar leitt til fjöldauppsagna hjá ÖA og komið miklu róti á þá mikilvægu starfsemi sem um ræðir og þjónustu við eldra fólk á Akureyri.

Afdrifarík ákvörðun
Bæjarstjórn Akureyrar og ríkið deila ábyrgð á þeirri ömurlegu stöðu sem komin er upp í málefnum ÖA. Það verður heldur ekki litið fram hjá því að verkefnið var bæði flókið og erfitt úrlausnar. En það var bæjarstjórnin sem gafst upp á verkefninu og sagði sig einum rómi frá því. Viðbrögð bæjarfulltrúa í upphafi benda til þess að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum ákvörðunar sinnar eða þá hvað biði starfsfólks og íbúa heimilanna hennar vegna líkt og nú er komið á daginn. Bæjarfulltrúum ætti þó nú að vera ljóst að Akureyrarbær hefur ekki lengur neina aðkomu að málefnum ÖA og hvorki íbúar né starfsfólk eiga lengur málsvara í bæjarstjórn. Akureyrarbær er einfaldlega ekki lengur við borðið, nú höndla bissnessmenn í Reykjavík með málefni ÖA sín á milli.

Pólitísk sýn og þrautseigja
Það þarf sterka pólitískt sýn til að stjórna bæjarfélagi eins og Akureyri. Þá sýn virðast bæjarfulltrúar ekki hafa og enn síður þá þrautseigju sem nauðsynlega er til að verja mikla hagsmuni bæjarbúa, í þessu tilfelli elstu íbúa bæjarins. Það er enginn merkjanlegur munur á pólitískri stefnu flokkanna sem skipa bæjarstjórn Akureyrar í stórum málum. Von er að spurt sé um erindi bæjarfulltrúa þessara flokka ef markmiðið er umfram annað að allir gangi í pólitískum takti óháð málefnum líkt og raunin virðist nú vera.

Ég vona svo sannarlega að úr málum hjúkrunarheimilanna á Akureyri rætist og að hvorki núverandi íbúar þeirra né þeir sem síðar munu koma þurfi að kvíða framtíðinni að því leyti. En þeir verða í þeim efnum að treysta á aðra en núverandi fulltrúa sína í bæjarstjórn Akureyrar hvað sem síðar kann að verða.

Björn Valur Gíslason er sjómaður á Akureyri og fyrrverandi alþingismaður.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00