Fara í efni
Umræðan

Óleyfisstarfsemi við Glerárós

Heilbrigðisnefnd hefur nokkuð lengi hamrað á því við bæjaryfirvöld að við óleyfisstarfsemi við Glerárós verði brugðist, án árangurs. Af einhverjum ástæðum sem ekki hefur fengist skýring á hjá embættismönnum Akureyrarbæjar þrátt fyrir margítrekaðar ábendingar og tilmæli. Það er undarlegt og ámælisvert að sumir komist upp með óleyfisstarssemi þrátt fyrir að skipulagsyfirvöldum sé fullkunnugt um málið. Lappadráttur og svaraleysi einkennir viðmót embættismanna bæjarins. Er ef til vill einhver ástæða fyrir að blinda auganu sé beint að þessu eða er þetta bara svona alltaf? Ég beini því til þeirra sem geta svarað. Er eitthvað í þessu sem markar sérstöðu? Pólitíkin sefur.

Af hverju er ekki gripið til aðgerða þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til að fá það gert?

Bókanir heilbrigðisnefndar 2019 og 2022 eru á netinu. Þessi er frá 2022:

Glerárós í Akureyrarbæ.

https://www.hne.is/static/files/HNE/Fundir/222-fundur-21-11-24.pdf

Umræða varð um mikilvægi þess að Akureyrarbær framfylgi skipulagsákvæðum varðandi athafnasvæði Finns ehf sunnan við Glerárós; um er að ræða umfangsmikla efnishauga og á stundum vinnslu á malbiksbrotum án tilskilinna leyfa. Ásýnd svæðisins er slæm og starfseminni fylgir ryk og önnur óþægindi fyrir nágranna.

Skýrara getur það varla verið og skipulagsráð hefur tekið málið fyrir einu sinni. Þó það.

Bókun skipulagsráðs:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/skipulagsrad/11931

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi nýtingu hluta svæðis við Norðurtanga sem efnisgeymslu og athafnasvæði án leyfis. Undanfarin ár hafa borist ítrekaðar kvartanir vegna umgengni á svæðinu og ryks frá efnishaugum. Var meðal annars fjallað um svæðið á fundi heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE) þann 24. nóvember 2021 auk þess sem ábendingar sem hafa borist HNE hafa verið sendar Akureyrarbæ. Akureyrarbær hefur jafnframt ítrekað farið fram á að starfsemi á svæðinu verði hætt, án árangurs.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Með vísan í 54. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsráð að leggja á dagsektir að upphæð kr. (50.000.-)/dag á Finn ehf. frá og með 1. október 2022 ef starfsemi á svæðinu hefur ekki verið hætt og gengið hefur verið frá svæðinu með ásættanlegum hætti.

Nú bregður svo við að nýir haugar hafa sprottið upp og samvæmt þessari bókun eru bænum farnar að berast dagsektir frá því í byrjun október 2022 ? Hefur verið gefið út leyfi fyrir áframhaldandi starfsemi þarna?

Myndir teknar 3. nóvember.

Því er spurning mín sem kjósanda á Akureyri. Hver verður framvinda þessa gamla máls? Mun þessi óleyfisstarfssemi halda áfram eða ætlar Akureyrarbær að bregðst við samkvæmt tilefni? Á þessu svæði er í gildi deiliskiplag þar sem gert er ráð fyrir snyrtilegu og góðu aðgengi til útivistar við Glerá.

Jón Ingi Cæsarsson er fv. formaður heilbrigðisnefndar.

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20