Fara í efni
Umræðan

Mótmæli á Akureyri

Þegar hulunni var svift af bankasölunni tók þjóðin andköf af hneykslan. Reiðin endurspeglaðist í skoðanakönnun stuttu síðar þar sem 83% landmanna voru á móti sölunni og aðeins 7% voru ánægð með hana.

Í ljósi þessa er hroki stjórnvalda og Bankasýslunnar með eindæmum. Stjórnvöld telja að einungis hafi vantað örlítið uppá gagnsæið annað hafi ekki verið að og Bjarni Ben nýtur óskoraðs trausts stjórnarliða. Bankasýslan telur að fólk hafi verið of vitlaust að skilja snilldina og hvernig eiga snillingar eins og bestu vinir Bjarna eru að skilja svoleiðis fólk sem skilur ekki neitt?!

Þessi viðbrögð bæta gráu ofan á svart. Það er spillingin, einkavinavæðingin og augljós klíkuskapur, útsöluverð og að skuggabaldrar hrunsins skriðu undan flestum steinum sem velt var við sem gengur fram af þjóðinni og við eigum ekki nema einn valkost í stöðunni það er að koma saman og mótmæla.

Síðastliðinn laugardag voru frábær mótmæli á Torginu 60-70 manns mættu og sýndu samstöðu og kröfðust þess að spillingunni væri vísað burtu.

Núna verða mótmælin endurtekin kl. 14 laugardaginn 30. Notum lýðræðislegt afl okkar og hittumst öll á Torginu. Þar verður tónlist og ræðuhöld en fyrst og fremst samkenndin og baráttuandinn .

Látið boðið ganga. Hvetjið alla til að mæta.

Saman erum við sterk!

Haraldur Ingi Haraldsson er einn af skipuleggjendum mótmælanna á Torginu 

Frá mótmælunum á Ráðhústorgi síðasta laugardag.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00