Fara í efni
Umræðan

Markmaður úr sænsku úrvalsdeildinni til KA

Knattspyrnudeild KA hefur samið við Jonathan Rasheed, 33 ára norskan markvörð sem lék síðast með Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni – Allsvenskan. Rasheed skrifaði undir tveggja ára samning og er því samningsbundinn KA út sumarið 2026.

„Við erum afar spennt fyrir komu Jonathans hingað norður en hann mætti á svæðið í dag og er því strax klár að koma sér inn í hópinn. Það var ljóst eftir síðasta tímabil að það yrðu breytingar á markmannsteymi [b]ikarmeistaraliðs KA en Kristijan Jajalo yfirgaf herbúðir KA eftir síðasta sumar,“ segir á heimasíðu KA í gær.

„Jonathan er fæddur í Gautaborg en er með norskan ríkisborgararétt. Faðir hans er nígerískur og móðir hans er norsk. Á síðasta tímabili lék hann 14 leiki fyrir Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni er liðið tryggði sér áframhaldandi veru í efstu deild en árið þar á undan lék hann 22 leiki er Värnamo endaði í 5. sæti deildarinnar.“

Markvörðurinn hefur leikið 47 leiki í efstu deild í Svíþjóð og 40 leiki í næstefstu deild. Auk þess á hann 29 leiki í norsku B-deildinni, segir á vef KA.

Rasheed og Steinþór Már Auðunsson munu berjast um markmannsstöðuna hjá KA í sumar. Jajalo er horfinn á braut sem fyrr segir og hinn 19 ára stórefnilegi Ívar Arnbro Þórhallsson, sem nýlega samdi við KA út sumarið 2027, var lánaður til Völsungs og leikur með liðinu í sumar.

OFF – Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. mars 2025 | kl. 20:10

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00