Fara í efni
Umræðan

Klárum leikinn með saman

Framsóknarflokkurinn hefur allt síðasta ár lagt áherslu á stuðningsaðgerðir til að fleyta fólkinu í landinu í gegnum kreppuna sem COVID skapar. Nú þegar við sjáum til lands í glímunni við farsóttina er mikilvægt að halda út og brúa síðustu vikurnar með lokaspretti sem tengir saman aðgerðir, viðheldur tekjum fólks og auðveldar fyrirtækjum að hefja vöxt.

Stjórnvöld hafa nú kynnt á annan tug aðgerða sem miða að þessu markmiði. Lokunarstyrkir verða framlengdir, fleiri geta sótt um viðspyrnustyrki, endurráðningar í fyrra starfshlutfall styrktar, bætt í ýmsar félagslegar ráðstafanir og úrræði í menntakerfinu framhaldið.

Fjárfestum í fólki

Það er mikilvægt að fjárfesta í fólki með því að tryggja afkomu heimila, en samhliða því þarf að vinna gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á einstaklinga. Það er best gert með því að tryggja fólki tækifæri til sjálfseflingar hvort sem er í gegnum nám, félagslega þátttöku eða þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í gegnum allan faraldurinn hefur verið lögð áhersla á tækifæri til menntunar, þátttöku barna í íþróttum og ýmis félagsleg úrræði.

Ákveðið er að hlutabótaleiðin falli nú inn í atvinnuátakið „Hefjum störf“. Þannig að þeir sem nýta hlutabótaleiðina geti farið í fyrra starfshlutfall hjá vinnuveitanda og að hann fær styrk á móti í allt að fjóra mánuði. Stuðningurinn er þá bæði við fólk og fyrirtæki.

Bætt verður í fjölbreyttar félagslegar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa þar sem sérstök áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál barna og ungmenna. Í því skyni verður 600 milljón króna viðbótarframlagi veitt til geðheilbrigðismála og 200 milljónum inn í aðgerðaráætlun um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á börn, eldri borgara, öryrkja og fólk af erlendum uppruna.

Ákveðið er að í sumar verði boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn hjá Menntasjóði námsmanna eins og á síðasta ári. Auk þess verða tiltekin viðbótarlán í boði.

Fólk grípur tækifærin

Úrræðin sem gripið hefur verið til hafa nýst samfélaginu vel af því að fólk er tilbúið að nýta þau. Það liggur fyrir að fólk er sveigjanlegt, bregst við þegar einar dyr lokast og endurskoðar sín framtíðarplön.

Þannig fjölgaði nemendum töluvert bæði á framhalds- og háskólastigi milli skólaára. Ársnemum í framhaldsskóla fjölgaði um 1.340 og háskólanemum um 1.800 á haustönn 2020 frá því sem gert hafði verið ráð fyrir. Ef þessi fjölgun nemenda hefði komið fram í atvinnuleysi hefði það aukist um 1,5%. Þannig var ein af lykilákvörðun síðasta árs yfirlýsing Menntamálaráðherra um að tekið yrði við öllum nemum sem skólarnir gætu tekið við og nauðsynlegt fjármagn tryggt til kennslu þeirra.

Það liggur svo fyrir að þau mörgu félagslegu úrræði sem gripið hefur verið til hafa reynst það vel að þau eru komin til að vera. Einkum úrræði sem efla viðkvæma hópa samfélagsins.

Áfram veginn.

Líneik Anna Sævarsdóttir er alþingismaður Norðausturkjördæmis fyrir Framsóknarflokkinn.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00