Fara í efni
Umræðan

Kattaframboð á Akureyri

Hugmyndin er að kettir bjóði sig fram í bæjarstjórn Akureyrar og mjálmi í burt hatursfulla bæjarfulltrúa.

Kettir hafa vissulega ekki kennitölu eins og mannfólk, en hugmyndin er að eigendur kattanna láni þeim kennitölu sína til að þeir verði kjörgengir. Akureyri er sannkallaður kattabær og þeir ættu að vera stolt Akureyringa. Kattalífið á Akureyri er afar heillandi og það fylgir því að ganga um götur bæjarins að rekast á ketti að leik.

Kattaframboðið leggur einnig til að lógói bæjarins verði breytt og skipt út fasískum erni í glaðlyndan kött. Þegar eru hönnuðir farnir að vinna inn tillögur að nýju lógói fyrir bæinn með hugmyndum katta framboðsins. Kattaframboðið harmar illt innræti bæjarfulltrúa Akureyrar og illt og hatursfullt umtal. Kettir eru ekki bara ein skemmtilegustu dýr á jörðinni heldur þau þrifalegustu. Kötturinn er dýr Freyju og nornir voru alltaf með ketti og þær voru brenndar á báli fyrir þekkingu sem ógnaði feðraveldinu og þetta hatur á köttunum fyrir norðan er í raun hatur feðraveldisins á konum og á því sem ekki er hægt að stjórna eins og kettir. Mætti margt mannfólk taka þá til fyrirmyndar. Hingað og ekki lengra, nú er komið nóg af hatri.

Kynningarfundur framboðsins fer fram þriðjudaginn 16. nóvember.

Snorri Ásmundsson er listamaður

Hugmynd, sem Snorri Ásmundsson sendi með greininni, að nýju lógói fyrir Akureyri.

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10

Heimur á villigötum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:00

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00