Fara í efni
Umræðan

Kata saumakona og naívisminn

SÖFNIN OKKAR – 67

Frá Listasafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Kata saumakona
Án titils, án ártals
Olía á striga

Katrín Jósepsdóttir fæddist 1914 á Múla í Húnaþingi vestra. Hún fór að heiman 15 ára gömul og vann ýmis störf í gegnum tíðina. Snemma fór hún að taka að sér fatasaum og var því oftast kölluð Kata saumakona. Kata ferðaðist mikið og skrifaði ferðaþætti byggða á kynnum sínum af öðrum löndum. Hún var jafnframt hagmælt og gaf út tvær ljóðabækur, Þankar (1967) og Þankagælur (1977).

Það var ekki fyrr en Kata var komin á efri ár sem hún hóf að gera tilraunir í myndlist. Hún sótti námskeið hjá félagi aldraðra og vann þá með keramik. Síðar fór hún að mála myndir og naut m.a. leiðsagnar Kristins G. Jóhannssonar, sem hjálpaði henni yfir byrjunarörðugleikana. Kata lést á heimili sínu á Akureyri 1994.

Verkið sem hér er til umfjöllunar – meðfylgjandi mynd – er hluti af gjöf sem ættingjar Kötu færðu Listasafninu á Akureyri 1995. Myndlist Kötu flokkast undir naívisma, en það er einstakur tjáningarmáti og vísar til verka listamanna sem ekki hafa hefðbundna myndlistarmenntun að baki heldur fylgja eigin tilfinningu og einlægni í sköpun sinni. Stíllinn kemur fram í sérstakri tækninni og óbeislaðri lita- og frásagnargleði sem brýtur upp ríkjandi reglur og viðmið, en býr jafnframt yfir einstakri fegurð. Málverk Kötu saumakonu eru einlæg og gefa sig ekki út fyrir að vera neitt annað en þau eru.

Listasafnið á Akureyri hefur tvívegis sett upp sýningar tileinkaðar verkum Kötu saumakona, 1997 og aftur 2023.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00