Fara í efni
Umræðan

KA og Besta deildin

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað sé í gangi í fótboltanum hjá KA.

Mjög góð frammistaða og umfram væntingar í Bestu deild, sem er raunar argasta öfugmæli á deildinni sem hefur verið sögulega léleg í sumar. Lið verið að fá á sig allt að 10 mörkum í leik, enginn stöðugleiki og um margt minnt á úrslit í firmakeppni í den. En hvað um það, frammistaða KA hreint frábær og liðið virtist vera komið í dauðafæri að taka titilinn.

Markamaskína liðsins átti þar stóran þátt og hann sjálfur nánast öruggur um að verða markakóngur mótsins. En þá upp úr þurru hætti hann að skora, en liðið hélt þó áfram að safna stigum og tryggði öruggt sæti efri hluta deildarinnar. Fljótt kom í ljós ástæða þess að senterinn hætti að skora. Hann var sem sé á leið í atvinnumennsku í Belgíu hjá 2. deildar klúbbi. Eflaust hefur það samningaferli haft truflandi áhrif á drenginn og ekki mátti hann nú meiðast. Skítt með markakóngstitilinn. Ekki er þó öll nótti úti enn fyrir KA. Liðið er í efri hluta deildarinnar, sem hlýtur að kallast Allra Besta deildin. Raunar er ekki útilokað að hirða titilinn, eða í versta falli sæti í einhverri undarlegri Evrópukeppni sem gefur jú einhvern pening. Ljóst er þó orðið að þjálfarinn sem væntanlega á stærstan þátt í þessari óvæntu velgengni hefur tekið pokann sinn og kvatt KA. Stórundarleg tímasetning og vekur upp margar áleitnar spurningar. En hvað sem því líður þá tel ég ástæðu til að hafa áhyggjur af íslenskri knattspyrnu sem virðist breytast í hálfgerðan sirkus þegar í meistaraflokk er komið. Sjáið bara stórveldin, KR, FH, Valur ... 

En kannske það mikilvægasta að lokum. Hvað um stuðningsmennina sem fylgt hafa liðinu í gegn um þykkt og þunnt um áraraðir? Það hlýtur að vera erfitt fyrir þá, þegar loks glittir í betri tíma með bikurum og stuði að því sé kastað á glæ með undarlegum ákvörðunum þeirra sem stjórna.

P.S. Sigur á KR í gær, 1-0 og markið skoraði tvíburinn sem ekki var seldur. Þeir eru nánast eins og maður spyr sig, var það hann eða hinn?

Þorleifur Ananíasson er KA-maður.

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20