Fara í efni
Umræðan

Seinkun á tunnuskiptum sunnan Glerár

Þrjár sorptunnur verða við hvert heimili eftir tunnuskiptin á Akureyri. Einhver bið verður á því að hverfi sunnan Glerár fái nýjar tunnur.

Heimili í Gilja- og Síðuhverfi hafa nú fengið nýjar sorptunnur og verið er að klára tunnuskipti í Hlíðahverfi. Einhver bið verður á því að önnur hverfi í bænum fái nýjar tunnur því beðið er eftir því að fleiri tunnur komi til landsins.

Þetta staðfestir Ísak Már Jóhannesson, verkefnisstjóri úrgangs- og loftslagsmála hjá Akureyrarbæ. Í samtali við Akureyri.net fyrr í sumar talaði hann um að tunnuskiptum yrði lokið í september en nú er ljóst að vinnu við sorptunnuskiptin mun seinka og telur hann raunhæfara að tala um október og jafnvel að vinnan teygist fram í nóvember.

Ný gjaldskrá samþykkt

Þá hefur bæjarráð samþykkt gjaldskrá sorphirðugjalda fyrir árið 2025 en nú greiða fasteignaeigendur ekki fast gjald fyrir sorphirðu heldur eftir því hvers konar sorpílát þeir nota og hversu oft þau eru tæmd. Sjá gjaldskrána HÉR

Akureyrabær er ekki eina sveitarfélagið sem stendur í breytingum vegna sorphirðu. Akureyri.net hefur áður sagt frá því hvernig vinna við þennan málaflokk gengur hjá nágrannasveitarfélögunum. 

Hver er Akureyri framtíðar?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:30

Hverfist allt um lokamarkmiðið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
10. september 2024 | kl. 13:30

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25

Telja Brussel vera langt í burtu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
01. september 2024 | kl. 06:00

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30