Fara í efni
Umræðan

Hvert er hlutverk sveitarfélaga í þjóðarátaki gegn ofbeldi meðal barna?

Umræðan um ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið áberandi okkur síðustu vikur og langar mig til að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru samúð mína og þakka þeim fyrir sitt sterka ákall um breytingar.

Ég tel afar mikilvægt að við sem kjörnir fulltrúar tökum umræðuna um hvert hlutverk okkar er og hvernig við sinnum kallinu. Er það ekki okkar hlutverk að leiða samtalið í okkar nærsamfélagi? Er ekki kominn tími til að við setjumst niður og ræðum hvernig við sem samfélag getur gert betur og tekið betur utan um börnin okkar. Fengið heimilin í lið með okkur, skólana, foreldrafélögin, hverfin og ekki síst börnin sjálf.

Ofbeldi er samfélagsvandamál, við upprætum það ekki öðruvísi en með samstilltu átaki.

Fyrsta skrefið er að taka punktstöðuna í okkar sveitarfélagi. Við verðum að tala opinskátt um hlutina en þó án þess að tala um einstök mál. Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar eru reglulega kynntar og gefa okkur góðar vísbendingar um stöðuna. Þegar hættumerkin birtast þá verðum við að bregðast við með aðgerðum og kynna niðurstöðurnar vel fyrir heimilinum líka. Við þurfum líka að hlusta á fólkið sem vinnur með börnum alla daga; starfsfólk í félagsmiðstöðvum, skólum, heilbrigðisstofnunum og lögreglu sem dæmi.

Þróun sem við getum ekki sætt okkur við

Í sumar var kynnt skýrsla og aðgerðaáætlun stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi meðal ungs fólks og vopnaburði. Þar kemur fram að tilkynningar um ofbeldisbrot sem börn fremja voru árið 2018 542 en eru 1072 árið 2023. Þróun sem við getum ekki sætt okkur við.

Aðgerðahópur var svo settur af stað 4. september síðastliðinn til að vinna að því að hraða aðgerðum og meta stöðuna enn frekar. Þar af snúa þó nokkrar að sveitarfélögum sem við þurfum að taka föstum tökum. Þetta er samvinna mennta- og barnamálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðismálaráðuneytis. Þverfagleg nálgun sem við þurfum einnig að taka upp heima í héraði og með samfélaginu.

Í umræðu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn verður ítarlegri umræða um hlutverk sveitarfélaga í samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi meðal barna sem er vonandi bara byrjunin á samstilltu átaki.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir er oddviti Framsóknar á Akureyri.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00