Fara í efni
Umræðan

Hver er ávinningurinn?

Nú hefur Velferðarnefnd Alþingis til umfjöllunar afglæpavæðingu neysluskammta. Það er full ástæða til þess að lyfta því í umræðunni að sjálfsagt er að heilbrigðiskerfið komi áfram að málaflokknum sem heyrir undir fíkniefni og neyslu þeirra, fíkn er sjúkdómur. Það eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga, í grófum dráttum eru þau þrjú, forvarnir, meðferð og eftirfylgni. Þetta eru atriði sem hefði átt að setja fram sem heildstæða stefnu í málaflokknum í stað þess að leggja fram frumvarp sem aðeins miðar að einstökum þætti sem kallast afglæpavæðing neysluskammta.

Það er athyglisvert að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé því haldið fram að snúa verði af braut harðra refsinga. Hér á landi rekum við ekki harða refsistefnu varðandi neyslu fíkniefna, vissulega er sektum beitt en þá má velta fyrir sér hvernig orðalagið afglæpavæðing neysluskammta virðist miða að því að normalisera neyslu fíkniefna. Að þá verði aðgengi auðveldað með samþykki samfélagsins. Neysluskammtur er ekki ráðlagður dagskammtur, einn skammtur ætlaður til neyslu fyrir einn einstakling getur hæglega orðið öðrum einstaklingi að bana svo þetta er grafalvarleg og stórhættuleg vegferð sem heilbrigðisráðherra boðar í þessu frumvarpi. Í umsögn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um málið segir: „Varðandi samráð við notendur vakna áleitnar spurningar við hvaða notendur á að miða magn til eigin nota, stórnotendur eða frístundanotendur. Fíkniefnaneytendur eru ekki einsleitur hópur og neysluskammtur hvers og eins getur verið afar mismunandi“.

Og áfram segir í umsögn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra: „Með frumvarpinu er fyrirhugað að heimila vörslur til eigin nota og einnig kaup. Sala fíkniefna er þó áfram óheimil. Aðili sem kaupir efni til eigin nota má þá aðeins kaupa það efni sem hann ætlar til eigin nota en sá sem selur honum er ólöglegur með öllu. Að mati embættisins ættu kaupin einnig að vera óheimil líkt og afhending. Annars verður uppi ákveðið misræmi. Augljóst virðist vera að sala fíkniefna muni aukast og þar með ólögleg sala fíkniefna sem ávallt er ólögleg. Þá er einnig á það bent að flest fíkniefni koma ólöglega til landsins en eiga engu að síður að vera lögleg í höndum neytandans. Þetta þykir varhugavert“.

Landlæknisembættið segir í umsögn sinni: „Embættið leggur til að breytingar eins og þær sem koma fram í frumvarpinu verði ekki innleiddar nema sem hluti af opinberri stefnu um málaflokkinn, þá annað hvort í uppfærðri Stefnu í áfengis- og vímuvörnum (rann út 2020) eða í nýrri stefnu. Þá leggur embættið til að skipaður verði hópur sérfræðinga sem fer á heildrænan hátt yfir málaflokkinn og skili af sér tillögum um aðgerðir eða heildrænni stefnu þar sem fram kemur ítarleg aðgerðaáætlun sem tekur til allra þátta vímuefnavandans, allt frá forvörnum til meðferðar og samfélagslegrar aðlögunar“.

Að lokum er mikilvægt að benda á að yfir 30 umsagnir bárust um málið, flestar þeirra vara við samþykkt frumvarpsins.

Anna Kolbrún Árnadóttir er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn.

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00

Valdið til fólksins – lykillinn að sterkara þjóðfélagi

Theodór Ingi Ólafsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 12:00