Fara í efni
Umræðan

Hvar hefur hann verið?

Á tímum þar sem Vesturlönd verða áhrifaminni í heiminum og gildi okkar um mannréttindi og lýðræði eru ekki eins sjálfsögð og áður. Á tímum þar sem einræðisöflin sækja að þessum gildum okkar og eina svar okkar lýðræðisríkjanna er að standa þéttar saman. Á tímum þar sem tvö nágrannaríki okkar sem voru hvorki í ESB né Nato og sögðu fyrrum að þannig vegnaði þeim best - eru nýlega búin að ganga í ESB og eru nú líka að ganga í Nato. Á tímum sem eru hættulegir fyrir lítil lönd sem geta einungis treysta á alþjóðalög og vinveitta bandamenn. Á tímum þar sem við sáum mann komast til valda í BNA sem gaf skít í Nato og tryggustu bandamenn en dásamaði fólk sem ruddist inn í þinghúsið þar í landi með það að markmiði að hengja þingmenn. Á tímum þar sem tveir einræðisherrar í Evrópu ákveða að ráðast á sjálfstætt lýðræðisríki og þegnarnir berjast þar upp á líf og dauða fyrir tilvist sinni. Á tímum þar sem allir frjálsir Evrópumenn skynja að þessi viðurstyggilega árás er vendipunktur í sögu Evrópu og heimsins alls og samstaðan er ekki lengur bara æskileg heldur nauðsynleg ef ekki beinlínis lífsnauðsynleg andspænis einræðinu. Á tímum þar sem í fyrsta skipti í meira en áratug fleiri íslendingar mælast vera hlynntir aðild að ESB en þeir sem eru mótfallnir.

Á þessum tímum stendur maður í pontu í Reykjavík fyrir framan 2000 fundargesti og segir hæðnislega: „...nú þegar hugmyndin um aðild að Evrópusambandinu er svo augljóslega gengin sér til húðar...“ Segið mér nú, hvar hefur þessi maður verið?

Jón Þorvaldur Heiðarsson er lektor við Háskólann á Akureyri

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00