Fara í efni
Umræðan

Hvað vinnst eða tapast á lausagöngu katta?

Undanfarin ár hefur harkan í umræðunni um lausagöngu katta aukist á Akureyri.

Mér finnst það miður vegna þess að lausagangan er eitt af því sem erfitt er að fara hálfa leið með, annað hvort gengur dýrið laust eða ekki, kettir gera lítið með lóðamörk eða aðrar mannlegar setningar um umhverfið.

Mér hefur virst að þeirri samþykkt sem hefur verið í gildi undanfarin ár um ketti á Akureyri hafi ekki verið fylgt að fullu og ófriðurinn hefur aukist á undanförnum árum.

Nýverið ákvað bæjarstjórnin með minnsta meirihluta að láta regluna sem hefur gilt í Hrísey um áraraðir taka gildi líka inná Akureyri. Það varð til þess að umræðan fór aftur af stað af nýjum krafti og sitt sýnist hverjum eins og fyrr. Nýleg könnun Gallup þar sem af u.þ.b. 450 manns svöruðu voru 45% á móti samþykkt bæjarstjórnar og 39% með afgreiðslu bæjarstjórnar. 16% hvorki né.

Hvorugur hópurinn af þeim sem tóku afstöðu er í hreinum meirihluta.

Þessu til viðbótar spurði Gallup þau sem voru andvíg samþykkt bæjarstjórnar hvort þau hygðust grípa til aðgerða vegna þessa og c.a. þriðjungur þeirra játti því en ekki kom neitt fram hverskonar aðgerðir væri um að ræða.

En hvað með raunverulega útkomu? Hvað er gott og hvað er slæmt við þetta, lausagönguleyfi eða lausagöngubann?

Rökin með og á móti beggja megin eru af ýmsu tagi og mér hefur virst að tilfinningarökin og afmörkuð dýravelferð katta séu fyrirferðarmest hjá lausagöngusinnum en aðrir þættir eru einnig til í þessu. Þar má t.d. nefna áhrif katta á náttúrulegt umhverfi, jafnræðisreglu stjórnsýslu, smitvarnir og nágrannafrið.

Þau sem hafa andmælt lausagöngunni hafa meira fjallað um þetta út frá þessum þáttum og nú finnst mér eðlilegt að þau sem vilja telja bæjarstjórn hughvarf leggi fram skýr rök tengd þessum atriðum öllum svo betur megi skýra hvað sé ráðlegt í framhaldinu.

Samráðsgáttin er síðan vettvangur sem mér finnst eðlilegt að nýta að lokum því það þarf fyrir rest að fá fram og vega og meta jákvæða og neikvæðu þættina frá báðum hliðum ef eitthvert vit á að verða í lokaákvörðuninni.

Ólafur Kjartansson er formaður svæðisfélags VG Akureyri og nágrennis.

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30