Fara í efni
Umræðan

Hlupu um fjöll og dali í öndvegis veðri

Akureyringurinn Baldvin Ólafsson kemur hress og kátur í mark í dag. Hann varð þriðji í 43 km hlaupinu - Tröllinu. Áróra Björt dóttir Baldvins hljóp lokasprettinn - á að giska 43 metra - með föður sínum, honum til halds og trausts! Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Fjallahlaupið Súlur Vertical fór fram á Akureyri í dag í góðu veðri. Langflestir hlupu 18 kílómetra, á þriðja hundrað manns, rúmlega 100 fóru 28 km, 51 hljóp 43 km og 17 hetjur höfðu lagt hvorki meira né minna en 100 kílómetra að baki þegar þeir komu í mark. Þeir lögðu af stað í gærkvöldi frá Goðafossi en aðrir héldu af stað í morgun úr Kjarnaskógi.

Allir keppendur komu í mark í göngugötunni í miðbæ Akureyrar, þar sem líf var og fjör og vel tekið á móti hlaupurunum.

Fleiri myndir verða birtar síðar

Þrír fyrstu í 100 km hlaupinu - Gyðjunni, frá vinstri. Jósep Magnússon (2), Jón Gunnar Gunnarsson (1) og Jens Kristinn Gíslason (3).

Tvær af þremur fyrstu í Gyðjunni - 100 km hlaupinu. Hulda Elma Eysteinsdóttir (1) og Sigrún B. Magnúsdóttir (3). Rakel Hjaltadóttir, sem varð í öðru sæti, var fjarverandi þegar verðlaun voru afhent.

Að loknu 100 kílómetra hlaupi fær maður sér ógerilsneydda mjólk og súkkulaðitertu, sagði Skúli Jóhannesson og brosti. Hann varð í sjöunda sæti í þessari miklu þrekraun.

Halldór Hermann Jónsson kemur í mark í 43 km hlaupinu - Tröllinu. Hann varð í öðru sæti.

Hulda Elma Eysteinsdóttir og Andri Teitsson komu saman í mark eftir að hafa hlaupið 100 kílómetra. Svo skemmtilega vill til að þau eiga sameiginlegt, fyrir utan að vera góð að hlaupa, að vera bæði bæjarfulltrúar fyrir L-listann á Akureyri! Elma sigraði kvennakeppninni en Andri varð í áttunda sæti í keppni karlanna.

Það var létt yfir fólki þegar lagt var af stað í Kjarnaskógi í morgun.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00