Fara í efni
Umræðan

Hátíðin „Ein með öllu“ á Melgerðismelum 1978

SÖFNIN OKKAR – XXXVIII

Frá Minjasafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Flestir Akureyringar kannast við fjölskylduhátíðina „Ein með öllu“ sem hefur verið haldin á Akureyri um verslunarmannahelgi síðan 2001. Á 10. áratug síðustu aldar hét hátíðin „Halló Akureyri“ en sú þótti á köflum of mikil sukkhátíð með tilheyrandi sóðaskap og glæpum. Árið 2001 var nafninu því breytt í „Ein með öllu“ með það að markmiði að gera hátíðina fjölskylduvænni, en fyrstu árin voru skiptar skoðanir um hvort það hefði tekist. En vissir þú að 23 árum áður var haldin útihátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði sem bar sömu yfirskrift? Hún fór fram helgina 30. júní – 2. júlí árið 1978 á vegum Ungmennasambands Eyjafjarðar, UMSE.

Útlit var fyrir að allt að 5000 manns myndu sækja hátíðina á Melgerðismelum en að endingu komu þó ekki nema um 2.200 manns og spilaði þar eflaust inn í slæmt veður, enda var mikil rigning og kuldi þessa helgi. Þeir sem komu, sem mest voru unglingar og ungmenni, munu þó hafa skemmt sér vel. Mikið var um skemmtiatriði og komu fram hljómsveitirnar Mannakorn, Hver og Brunaliðið. Þá komu einnig fram Halli og Laddi, Ruth Reginalds, Baldur Brjánsson og fleiri góðir gestir.

Ströng gæsla var á meðan hátíðin stóð yfir og áfengi víða gert upptækt – og gekk því mis vel að koma áfengi inn á svæðið! Einn gekk svo langt að reyna að synda með flösku í beltinu yfir Eyjafjarðaraá, en uppskar ekki eins og til var sáð og missti flöskuna í ána á sundinu. Þess má geta að 10 árum síðar var „Ein með öllu“ aftur haldin á Melgerðismelum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá hátíðinni ásamt miða sem gesti fengu og báru.

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45