Fara í efni
Umræðan

Einn griðastaða Einars Fals Ingólfssonar

SÖFNIN OKKAR – XLVI

Frá Listasafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Einar Falur Ingólfsson
Öxarfjarðarheiði
2010
Ljósmyndaprent

Öxarfjarðarheiði er í röð ljósmyndaverka eftir Einar Fal Ingólfsson, sem hann kallaði Griðastaði og sýndi fyrst í Listasafni ASÍ í Reykjavík 2011. Síðar voru verkin sýnd á einkasýningu hans í Basel í Sviss og á samnefndri sýningu í Listasafninu á Akureyri 2017. Í lok sýningartímabilsins á Akureyri færði hann Listasafninu umrætt verk að gjöf.

Einar Falur skapaði ljósmyndaraðirnar Griðastaðir og Skjól á árunum eftir bankahrunið 2008. Hugmyndin var að sýna með þessum hlutlæga hætti – ljósmyndum teknum á formrænan og agaðan hátt á stórar 10 x 15 cm blaðfilmur – hugmyndir um staði þar sem fólk gæti leitað skjóls fyrir þeim hryðjum og ofsa sem skollið gæti á, í raunverulegu veðri sem og huglægu eins og gerðist við hrunið. Margir griðastaðanna sem ljósmyndarinn leitaði uppi og sýndi eru á hálendi Íslands, í eftirsóknarverðum náttúruminjum þar sem náttúruöflin geta þó reynst skaðleg. Þar á meðal er þetta litríka sæluhús á Melrakkasléttu miðri, gluggalaust á suðurhlið, sannkallaður griðastaður.

Einar Falur Ingólfsson er bókmenntafræðingur og með MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York. Verk hans hafa verið sýnd á söfnum og sýningarsölum víða um lönd og eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Hann mun opna sýninguna Útlit loptsins – Veðurdagbók í Listasafninu á Akureyri, laugardaginn 28. september kl. 15. Á sama tíma opna Georg Óskar og þýsku myndlistarkonurnar Detel Aurand og Claudia Hausfeld sýningar sínar, Það er ekkert grín að vera ég og Milliloft.

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45