Fara í efni
Umræðan

Gaza - Almenningur og stjórnvöld á Íslandi verða að ná samstöðu

Augu allra beinast að Gaza og þær frásagnir sem berast okkur hingað eru þungbærari en orð fá lýst. Um 80% íbúa Gaza eru á flótta, eða um 1,7 milljónir manna, stór hluti konur og börn. Fólk sem býr á götunni, í vanbúnum tjaldbúðum þar sem aðgengi að hreinu vatn, mat og heilbrigðisþjónustu er af skornum skammti – og er það vægt til orða tekið.

Heilbrigðiskerfið er hrunið á Gaza

Samkvæmt alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO hafa 29 af 36 spítalar orðið fyrir tjóni eða altjóni, og í heildina 84% af allri heilbrigðisaðstöðu. Mannfall meðal heilbrigðis- og mannúðarstarfsmanna er gífurlegt og hvorki eldsneyti né nauðsynleg sjúkragögn ná að berast til þeirra sjúkrastofnana sem eftir standa.

Ég vil af þessu tilefni fá að minnast sérstaklega þeirra 22 starfsmanna Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem hafa látið lífið í átökunum.

Á hverjum mánuði eignast um 5.500 barnshafandi konur börn sín við þessar hryllilegu aðstæður.

Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis lýst þungum áhyggjum yfir árásum Ísraelshers á skóla, háskóla, kennara og nemendur og sagt þær kerfisbundnar og líklegar til að gjöreyða menntakerfi landsins. Allir 11 háskólar Gaza hafa verið jafnaðir við jörðu og tjón eða altjón á 80% allra skólabygginga. Yfir 600.000 nemendum hafa því ekki lengur aðgengi að menntun – eða aðgengi að því skjóli sem skólar veita. Yfir 5.000 nemendur hafa verið drepnir frá því að átök hófust, enn fleiri slasaðir. Um 400 kennarar drepnir, fleiri slasaðir og mikill fjöldi hnepptur í varðhald.

Hér er vegið að lífi og framtíð og draumum palestínskra barna og ungmenna.

Hér er rétt að staldra við og taka taka það fram að tugþúsundir Ísraelsmanna hafa mótmælt stríðsbrölti stjórnvalda á götum Tel Aviv, þrátt fyrir ólýsanlegt ofbeldi Hamassamtakanna gagnvart ísraelskum borgurum 7. október síðastliðinn.

Það er óumdeilt að Ísrael hefur beitt yfirþyrmandi afli í hernaðaraðgerðum sínum. Suður-Afríka hefur kært Ísrael fyrir brot á alþjóðalögum sem fallið geti undir þjóðarmorð og dómstóllinn hefur nú þegar viðurkennt óhóflegar árásir á saklausa borgara og skort á mannúðaraðstoð. Það mun hins vegar taka tíma lengri tíma áður en dómstóllinn úrskurðar endanlega hvort um þjóðarmorð sé að ræða.

Á meðan kallar íslenskur almenningur eftir aðgerðum og friðsamlegum leiðum til að þrýsta á ísraelsk stjórnvöld til að láta af árásum á almenna borgara. Ein þeirra hefur verið að hvetja til sniðgöngu að fyrirmynd þeirri sem beindist að Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Á sínum tíma réð þrýstingur frá almenningi úrslitum um að það tókst á endanum að koma því í gegnum bæði bandaríska og breska þingið að beita Suður-Afríku viðskiptaþvingunum (sjá greinina Sam­staða og snið­ganga - Suður-Afríka og Palestína sem birtist á Vísi þann 6. desember síðastliðinn).

Íslensk sveitarfélög, rétt eins og ríkisvaldið, eiga að leggja hlustir við slíkum áköllum og að lágmarki gera þá sjálfsögðu kröfu að fyrirtæki sem skipt er við virði alþjóðalög.

Meðan að augu heimsbyggðarinnar hvíla á stjórnvöldum í Ísrael munu ísraelsk fyrirtæki sömuleiðis vera undir smásjánni. Rétt eins og það hvarflar tæplega að okkur að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem hafa bein tengsl við hryðjuverkasamtök, þá ættum við sömuleiðis að íhuga það alvarlega hvort rétt sé að eiga t.a.m. í viðskiptum við fyrirtæki og aðila sem eru með starfsemi í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu.

Ég minni á, í þessu samhengi, að Ísland var fyrst ríkja í vestur- og norðurhluta Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.

Ég minni líka á að ríkisstjórn Noregs hefur ítrekað tilmæli sín til norskra fyrirtækja um að stunda ekki viðskipti við ísraelsk fyrirtæki á ólöglegum landtökusvæðum. Slíkt viðhaldi landtökubyggðum sem séu ólöglegar. Fleiri evrópskar ríkisstjórnir hafa fylgt svipuðu fordæmi.

Í þessu felst ekki róttæk afstaða heldur sjálfsögð.

Gunnar Már Gunnarsson er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri.

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30