Fara í efni
Umræðan

Afreksfólk á Akureyri

Það andaði köldu á Akureyri um helgina, en ekki var það frá starfsfólkinu eða öðrum Norðlendingum. Það var öðru nær. Þvílíkar móttökur!

Það var ansi sérstakur undanfarinn að Meistaramóti Íslands á Akureyri. Við erum að koma út úr COVID fári á „frestuðu“ Ólympíuári og fátt eins og það á að vera. Samkvæmt reglum World Athletics gefur árangur á Meistaramóti Íslands fjölmörg aukastig í keppninni um að komast inn á leikana. Sá árangur verður að nást í júní. Vegna erlendra viðburða og heimkomusóttkvíar var með stuttum fyrirvara leitað á náðir Norðlendinga með að halda Meistaramót Íslands á Akureyri og það fyrr en í manna minnum, aðra helgi í júní. Stjórn UFA var til sem og víkingasveit reyndra stjórnenda s.s. mótsstjórans. Þessi frábæri hópur var alltaf jákvæður og jafnvel á elleftu stundu þegar veðurguðirnir og lög sambandsins kölluðust á við allt innra og ytra skipulag.

Heimamenn geta verið stoltir af sínu fólki, skipuleggjendum, starfsmönnum en ekkert síður sínu góða afreksfólki. Það eru Eyfirðingar í öllum félögum segir sagan og árangur mótsins með ágætum, við erfiðar aðstæður. Mótið á Akureyri, sem ÍR sigraði, kallast á við frjálsíþróttasumarið og sendir FRÍ öllum keppendum og starfsmönnum þakklæti fyrir að ráðast á hindranir ársins með jafn öflugum hætti og raun bar vitni á Akureyri.

Nú eru erfiðir vetur að baki með lokunum, takmörkunum á æfingum og keppni. Framundan er uppbygging og sókn! Þar þarf engu að kvíða miðað við frammistöðuna fyrir norðan um helgina!

Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks FRÍ,

Freyr Ólafsson er formaður Frjálsíþróttasambands Íslands.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00