Fara í efni
Umræðan

Áfram Akureyri

Á dögum sem þessum eru fáir staðir á jörðinni betri en Akureyri. Grillað í hverjum garði, göngugatan lokuð fyrir bílaumferð og iðar af lífi, sundlaugar stappfullar og gestir okkar spyrja við hvert tækifæri „er virkilega alltaf svona gott veður hérna?“ En haustið er handan hornsins með sínum árstíðarbundnu verkefnum. Þá þarf að huga að fjárhagsáætlun næsta árs, inntöku barna á leikskóla, svifryki í haustsillum, snjómokstri, starfsdögum og hversu marga daga hægt sé að hafa Hlíðarfjall opið þennan veturinn.

Sem stærsta, öflugasta og fjölbreyttasta sveitarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins stendur Akureyri eðlilega frammi fyrir talsverðum áskorunum á hverjum tíma. Þó svo að blásið hafi hressilega í bæjarmálunum á kjörtímabilinu er staðan samt sem áður sú að á Akureyri er yndislegt að búa og langstærstur hluti íbúa vill hvergi annars staðar eiga heima. Það er heldur ekki að ástæðulausu. Hér eru reknir framúrskarandi skólar og leikskólar. Fá ef nokkur sveitarfélög bjóða upp á jafn margar íþróttagreinar og íþróttafélögin okkar. Hér eru listasöfn, framúrskarandi aðstaða til tónleikahalds að ógleymdu besta bókasafni landsins. Hér er miðstöð opinberrar þjónustu fyrir heilan landsfjórðung að ógleymdum þeim öflugu og stöndugu fyrirtækum, bæði lítil og stór, sem gefa gríðarmikið af sér til samfélagsins. Í okkar næsta nágrenni eru útivistarsvæði og náttúruperlur á heimsmælikvarða. Þessi listi er í reynd miklu, miklu lengri.

Þegar vel lætur er hollt að staldra við og horfa á samfélagið í víðara samhengi. Við slíka skoðun eigum við Akureyringar góða innistæðu fyrir því að vera stoltir og ánægðir með bæinn okkar. Tölum Akureyri upp, ekki bara niður. Sjáum líka það sem vel er gert. Horfum fram og upp, ekki bara niður. Meiri Akureyri, áfram Akureyri.

Höfundur er gegnir mjög mörgum mikilvægum hlutverkum í lífinu, en er fyrst og fremst Akureyringur.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00