Fara í efni
Pistlar

Tap eftir vítakeppni – bræður í röndóttu

Leifssynir og Ásdísar, Sæmundur, Hilmar og Jóhann Már, dæmdu leik SA og Fjölnis í Toppdeild kvenna í dag. Mynd: Ari Gunnar Óskarsson.

Framlengingar og vítakeppnir eru eru nánast orðnar daglegt brauð hjá kvennaliði Skautafélags Akureyrar í íshokkí. Þriðja leikinn í röð var jafnt eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og réðust úrslitin því í vítakeppni. Gæfan var með SA í gær í sömu aðstæðum, en snérist á sveif með gestunum úr Fjölni í dag. Meðal tíðinda í leik dagsins var að þrír bræður skipuðu dómaratríóið.

Illa gekk að koma pökknum í netið í leik dagsins og má segja að markverðirnir hafi verið þar í aðalhlutverki með markvörslu upp á 93% og 95%. Mun meira mæddi á Shawlee Gaudreault í marki SA, sem varði 38 skot, en Karítas Halldórsdóttir varði 14 skot í marki Fjölnis.

Það voru gestirnir úr Fjölni sem voru fyrri til að skora, en það gerði Sigrún Agatha Árnadóttir um miðjan fyrsta leikhluta. Silvía Rán Björgvinsdóttir jafnaði í 1-1 á fyrstu mínútu annars leikhluta og þar við sat. Magdalena Sulova átti stoðsendinguna. Mörkin urðu ekki fleiri og eftir framlengingu var gripið til vítakeppni.

Anna Sonja Ágústsdóttir var sú eina úr röðum SA sem náði að nýta sitt víti, en þær Hilma Bóel Bergsdóttir og Berglind Leifsdóttir skoruðu fyrir Fjölni. Shawlee Gaudreault varði tvö víti, en Karítas Halldórsdóttir þrjú í marki Fjölnis.

Fjölnir náði þar með aftur þriggja stiga forystu á toppi Toppdeildarinnar. Fjölnir er með 26 stig og SA 23. Bæði lið eiga eftir þrjá leiki, þar af eina innbyrðis viðureign.

Þær eru margar hokkífjölskyldurnar á Akureyri þar sem börn feta í fótspor foreldranna og stunda íþróttina af ástríðu. Leifur Ólafsson og Ásdís Sæmundsdóttir hafa aðeins haft með íshokkí að gera í gegnum tíðina, meðal annars í gegnum syni sína, Sæmund, Hilmar og Jóhann Má. Svo skemmtilega vildi til í dag að þeir bræður mynduðu dómaratríó dagsins. 

Hokkífaðir og afi með sonunum, Leifur Ólafsson, Sæmundur Leifsson, Hilmar Leifsson og Jóhann Már Leifsson. Mynd: Ari Gunnar Óskarsson.

Leiknum var streymt á YouTube-rás Íshokkísambands Íslands og má sjá upptöku af honum í spilaranum hér að neðan.

Skíðabelti

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
10. febrúar 2025 | kl. 11:30

Hádegislúrinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. febrúar 2025 | kl. 12:00

Afbrot og geðheilsa

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. febrúar 2025 | kl. 15:30

„Mamma, á ég að borga kallinum?“

Orri Páll Ormarsson skrifar
07. febrúar 2025 | kl. 10:00

Hvað á barnið að heita? Um nafnasúpu stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
05. febrúar 2025 | kl. 09:00

Marengs

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 11:30