Fara í efni
Pistlar

Sex frá SA á HM með íshokkílandsliðinu

SA-konurnar í landsliðshópnum í desember í fyrra, ásamt markverði SA og aðstoðarþjálfara landsliðsins, taldar frá vinstri: Anna Sonja Ágústsdóttir, Amanda Ýr Bjarnadóttir, Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, Silvía Rán Björgvinsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Magdalena Sulova, Shawlee Gaudreault aðstoðarþjálfari og Eva María Karvelsdóttir. Myndin er fengin af Facebook-síðu íshokkídeildar SA.
Skautafélag Akureyrar á sex leikmenn í A-landsliði kvenna í íshokkí sem heldur utan til Riga í Lettlandi í byrjun apríl þar sem liðið spilar æfingaleik áður en haldið er til Póllands þar sem liðið tekur þátt í A-riðli 2. deildar Heimsmeistaramótsins.
 
Jón Benedikt Gíslason, þjálfari landsliðsins, kemur einnig úr röðum SA og kæmi ekki á óvart þó fleiri Akureyringar væru í starfsliðinu í kringum hópinn, en sjá má lista yfir alla leikmenn í frétt á vef ÍHÍ.
 
Leikmenn SA sem eru í landsliðshópnum að þessu sinni eru þær Amanda Bjarnadóttir, Anna Sonja Ágústsdóttir, Eva María Karvelsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Magdalena Sulova og Silvía Rán Björgvinsdóttir. Að auki eru í landsliðinu fjölmargar sem koma upphaflega úr röðum SA, en spila nú með öðrum félögum, ýmist Reykjavíkurfélögunum eða liðum erlendis. Þetta eru þær Berglind Rós Leifsdóttir, Gunnborg Petra Jóhannsdóttir, Hilma Bóel Bergsdóttir, Katrín Rós Björnsdóttir, Kolbrún María Garðarsdóttir, Ragnhildur Kjartansdóttir, Saga Margrét Sigurðardóttir, Sunna Björgvinsdóttir og Teresa Regína Snorradóttir.
 
Sex lið leika í riðlinum, en ásamt Íslandi eru það Pólland, Mexíkó, Spánn, Tævan og Norður-Kórea. Efsta liðið færist upp um deild, en neðsta liðið fellur niður í B-riðil 2. deildar. Landsliðið spilar æfingaleik í Riga föstudagskvöldið 4. apríl, en fyrsti leikur liðsins í mótinu er mánudaginn 7. apríl.
 
Leikir Íslands:
 
  • 7. apríl kl. 13: Ísland - Spánn
  • 8. apríl kl. 13: Ísland - Norður-Kórea
  • 10. apríl kl. 20: Ísland - Pólland
  • 12. apríl kl. 13: Ísland - Mexíkó
  • 13. apríl kl. 20: Ísland - Tævan

Þjálfarinn tæklaður upp í stalla

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. apríl 2025 | kl. 10:00

Snípur í skógi

Sigurður Arnarson skrifar
16. apríl 2025 | kl. 08:45

Hús dagsins: Aðalstræti 66a; Smiðjan

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 20:00

Njóli

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 11:00

Uss í görðum

Jóhann Árelíuz skrifar
13. apríl 2025 | kl. 06:00

Skelfilegur er skorturinn

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
12. apríl 2025 | kl. 06:00