Fara í efni
Pistlar

Samningi Halldórs þjálfara KA sagt upp

Halldór Stefán Haraldsson lætur af starfi þjálfara meistaraflokks karla í handbolta hjá KA. Mynd af vef KA.

Handknattleiksdeild KA hefur ákveðið að segja upp samningi við Halldór Stefán Haraldsson, þjálfara karlaliðs félagsins. Þetta var tilkynnt í kvöld.

„Eftir krefjandi vetur tók stjórn deildarinnar þá erfiðu ákvörðun að gera breytingar á þjálfarateyminu. KA vill þakka Halldóri innilega fyrir hans störf, en hann hefur lagt líf og sál í liðið síðastliðin tvö ár og sinnt starfinu af heilindum og virðingu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

„Leit að nýjum þjálfara er hafin og verður frekari frétta að vænta á næstu vikum,“ segir ennfremur.

Halldór Stefán hefur þjálfað KA-menn í tvö ár. Á síðasta ári endaði liðið í áttunda sæti deildarinnar og féll úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir verðandi Íslandsmeisturum FH. Í vetur varð KA í níunda sæti og komst ekki í úrslitakeppnina.

Tók stigann í ólöglega fáum stökkum

Orri Páll Ormarsson skrifar
04. apríl 2025 | kl. 07:00

Tengslaröskun geðlæknisins

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
02. apríl 2025 | kl. 08:45

Nokkur grunnhugtök um vatn í jarðvegsauðlindinni

Sigurður Arnarson skrifar
02. apríl 2025 | kl. 08:30

Rauðkál

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 11:30

Fíkn og viðhorf

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Aðalstræti 66; Indriðahús

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 07:45