Fara í efni
Pistlar

Samið um jarðvegsvinnu fyrir gervigras Þórs

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Karl Magnússon frá Nesbræðrum takast í hendur að lokinni undirritun samningsins í morgun. Mynd af vef Akureyrarbæjar

Akureyrarbær hefur samið við verktakafyrirtækið Nesbræður ehf. um jarðvegsvinnu og frágang við gerð undirlags fyrir gervigras á nýjum æfingavelli á Þórssvæðinu. Verksamningur þess efnis var undirritaður í morgun í Hamri félagsheimili Þórs. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.

Strax verður hafist handa, segir á vef bæjarins, og er verkinu skipt í tvo áfanga. „Verkið skal hafið strax við undirskrift samningsins og er því skipt í tvo áfanga. Fyrri hluta skal lokið fyrir 1. nóvember 2024 en hinum síðari 15. apríl 2025.“

Um er að ræða jarðvegsskipti, fergjun og jöfnun á æfingavellinum en einnig er innifalið í verki jarðvegsskipti fyrir ljósamöstrum og stoðvegg við enda vallar. „Fjögur tilboð bárust. Það lægsta var frá Nesbræðrum að upphæð tæplega 110 milljónir króna og hafði umhverfis- og mannvirkjaráð áður samþykkt að ganga til samninga við Nesbræður vegna verkefnisins,“ segir í frétt á vef Akureyrarbæjar.

„Framkvæmd sem mun breyta miklu fyrir Þór“

Skógar sem vatnsdælur

Sigurður Arnarson skrifar
18. september 2024 | kl. 10:30

Temjum tæknina III: Uppfærð kortasjá og ný heimasíða

Magnús Smári Smárason skrifar
17. september 2024 | kl. 14:15

Skemman

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
16. september 2024 | kl. 13:00

Víti til varnaðar

Jóhann Árelíuz skrifar
15. september 2024 | kl. 06:00

Hrós

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. september 2024 | kl. 11:00

„Ertu gjörsamlega orðinn galinn?“

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
14. september 2024 | kl. 06:00