Fara í efni
Pistlar

Safna fé á Sjally Pally til styrktar Hetjunum

Halldór Kristinn Harðarson staðarhaldari í Sjallanum, til vinstri, og Davíð Oddsson, formaður píludeildar Þórs. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Píludeild Þórs bryddar upp á þeirri fallegu nýjung að standa fyrir góðgerðarleik á fjölmennasta pílumóti landsins sem fram fer um næstu helgi. Fé sem safnast rennur til Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi.

Mótið sem um ræðir er Akureyri Open í Sjallanum, kallað er Sjally Pally, með vísun í sjálft heimsmeistaramótið, Ally Pally, sem jafnan fer fram í Alexandra Palace í London.

Pílukast snýst um að reyna ná sem flestum stigum í sem fæstum skotum, til þess að vinna sig úr hárri tölu og niður í núll; því hærri tölu sem keppandi nær að hitta, því fljótari er hann að komast niður í núll.

Hæsta mögulega skor sem hægt er að fá í pílu er 180, þegar öllum þremur pílum í hverri umferð er kastað í reit sem kallast þrefaldur 20. Í hvert skipti sem keppandi nær 180 á Sjally Pally tryggir hann Hetjunum 5.000 krónur.

Fjórir styrktaraðilar taka þátt í góðgerðarleiknum og greiða þá upphæð sem safnast: Eyjabiti, Höldur - Bílaleiga Akureyrar, Coca Cola, og Skógarböðin.

Hugmyndin er komin frá heimsmeistaramótinu en árlega renna peningar þaðan í gott málefni í samstarfi við fyrirtæki. „Nú er það undir keppendum hve mikið safnast,“ segir Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs.

Mótið í Sjallanum fer fram á föstudag og laugardag, 4. og 5. apríl. „Akureyri Open hefur verið haldið í fjölmörg ár en í fyrra var ákveðið að taka skrefið og stækka mótið veglega, bæði varðandi fjölda þátttakenda og umgjörð. Fjöldi keppenda í fyrra voru 160 talsins en nú í ár verða keppendur 224 og eru fjölmargir keppendur á biðlista,“ segir í tilkynningu frá píludeild Þórs. Mótið var haldið í Sjallanum í fyrsta skipti á síðasta ári.

Tók stigann í ólöglega fáum stökkum

Orri Páll Ormarsson skrifar
04. apríl 2025 | kl. 07:00

Tengslaröskun geðlæknisins

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
02. apríl 2025 | kl. 08:45

Nokkur grunnhugtök um vatn í jarðvegsauðlindinni

Sigurður Arnarson skrifar
02. apríl 2025 | kl. 08:30

Rauðkál

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 11:30

Fíkn og viðhorf

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Aðalstræti 66; Indriðahús

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 07:45