Fara í efni
Pistlar

KA búið að semja við Danann Marcel Römer

Marcel Römer, fyrirliði Lyngby í Danmörku, hefur samið við KA. Mynd af Twitter reikningi Lyngby Boldklub.

Knattspyrnudeild KA hefur samið við danska miðjumanninn Marcel Römer skv. heimildum Akureyri.net. Römer, sem er 33 ára, hefur verið fyrirliði Lyngby Boldklub síðustu ár, en hefur lítið fengið að spreyta sig með aðalliðinu undanfarið og samningur hans rennur út í sumar.

Fótbolti.net greindi frá því í síðustu viku að KA væri í viðræðum við Römer og nú er ljóst að samningur er í höfn. Von er á Römer til Akureyrar í vikunni. Næsta verkefni KA-manna er bikarleikur gegn KFA á fimmtudaginn og næsti leikur í Bestu deildinni er gegn Val í Reykjavík í næstu viku, miðvikudaginn 23. apríl.

Römer leikur alla jafna aftarlega á miðjunni en getur líka leikið í vörn, sem miðvörður. 

KA hefur lokið tveimur leikjum í Bestu deildinni, gerði 2:2 jafntefli við KR á heimavelli í fyrstu umferð en tapaði 4:0 fyrir Víkingi á útivelli í gærkvöldi.

Hrossafóður í morgunmat

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. apríl 2025 | kl. 06:00

Þjálfarinn tæklaður upp í stalla

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. apríl 2025 | kl. 10:00

Snípur í skógi

Sigurður Arnarson skrifar
16. apríl 2025 | kl. 08:45

Hús dagsins: Aðalstræti 66a; Smiðjan

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 20:00

Njóli

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 11:00

Uss í görðum

Jóhann Árelíuz skrifar
13. apríl 2025 | kl. 06:00