Fara í efni
Pistlar

Glataði sonurinn

EYRARPÚKINN - 13

Eiríkur Sigurðsson skólastjóri kenndi okkur kristinfræði.

Eiríkur var höfundur bókanna um Álf í Borg og líktust þær sögur bókum kollega hans á Brekkunni, Hannesar J. Magnússonar, og mátti segja um ritverk þau Góð meining gerir enga stoð og voru bækur þeirra stórstúkumanna dauflegur lestur og fór mest fyrir blessuðum boðskapnum.

Nú var kristinfræðitími og ókyrrð  í stofunni en Steini stóð sveittur upp við púlt og mændi glasbotna gleraugum útí bekkinn sem þar væri hjálp að hafa og voru áhöld um hvurs gleraugu voru þykkri, brillur Steina eða Eiríks bibblíufræðara.

Það var sagan um Glataða soninn og stóð Steini á gati en skríkti í okkur strákum og loks þraut Eiríki þolinmæðin og spurði allhvasst hvurt Steini hefði nokkra hugmynd um á hverju Glataði sonurinn hefði lifað sem blásnauður svínahirðir.

Néri Steini lúkunum saman líkur rauðskinna að tendra eld niðrí hjöllum og beit saman jöxlum í þögulli eftirvæntingu.

Tókst mér að hvísla að honum nokkrum velvöldum þegar Eiríkur sussaði á bekkinn.

Nú, hvað át hann drengur? spurði Eiríkur og var orðinn reiður.

Svínin svaraði Steini, hann var svo svangur að hann át svínin!

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Glataði sonurinn er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Broddgreni

Sigurður Arnarson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 11:30

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Af dægurlagatextum

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 08:00

Lofsöngur verður til

Kristín Þóra Kjartansdóttir skrifar
18. nóvember 2024 | kl. 18:00

Kvöldleikir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. nóvember 2024 | kl. 11:30

Hvað er þetta budduský?

Orri Páll Ormarsson skrifar
15. nóvember 2024 | kl. 10:30