Fara í efni
Pistlar

Fjögurra stiga tap Þórs í Keflavík

Þórsstelpurnar fögnuðu í Keflavík í lok september eftir að hafa unnið með fjögurra stiga mun, en náðu því miður ekki að endurtaka leikinn í kvöld. Mynd: karfan.is - Gunnar Jónatansson.

Þórsstelpurnar náðu ekki að endurtaka leikinn frá því í lok september þegar þær unnu tvöfalda meistara Keflavíkur í leiknum um meistara meistaranna, þegar liðin mættust í fjórðu umferð efstu deildar Íslandsmótsins í körfuknattleik, Bónusdeildinni, í kvöld. Keflvíkingar unnu með fjögurra stiga mun.

Fyrsti leikhlutinn var jafn þó Keflvíkingar hafi verið fetinu á undan lengst af, eða þar til Maddie Sutton kom Þór yfir, 20-19 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Keflvíkingar þó með eins stig forystu í lok leikhlutans. Þórsliðið byrjaði annan leikhlutann betur, skoraði fyrstu fjögur stigin, en þá komu átta stig í röð frá Keflvíkingum, sem héldu forskotinu út fyrri hálfleikinn. 

Þórsstelpurnar voru sterkari í þriðja leikhlutanum, náðu að jafna þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af honum og komast yfir á lokamínútunni, leiddu með tveimur stigum fyrir lokafjórðunginn. Eftir að Keflvíkingar höfðu skorað 38 stig í öðrum leikhluta fóru þær niður í 12 stig í þeim þriðja.

Keflvíkingar náðu forystunni aftur snemma í síðasta fjórðungnum og héldu henni út leikinn. Ekki vantaði mikið upp á að Þórsliðið næði þeim undir lokin, en munurinn að lokum fjögur stig.

  • Byrjunarlið Þórs: Amandine Toi, Esther Fokke, Eva Wium Elíasdóttir, Hrefna Ottósdóttir og Maddie Sutton.
  • Gangur leiksins: Keflavík - Þór (25-24) (38-32) 61-56  (12-21) (22-16) 97-93
  • Staðan í deildinni (kki.is)

Tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Amandine Toi 32 - 6 - 1
  • Maddie Sutton 18 - 16 - 7
  • Esther Fokke 18 - 7 - 0
  • Eva Wium Elíasdóttir 14 - 9 - 4
  • Hrefna Ottósdóttir 11 - 1 - 1
  • Emma Karólína Snæbjarnardóttir 0 - 0 - 1

Helstu tölfræðiþætti liðanna má sjá á myndinni hér að neðan, en ítarlega tölfræði leiksins með því að smella á myndina.

Ein farin og önnur að koma í Þórsliðið

Eins og glöggir áhorfendur hafa eflaust tekið eftir hefur Þórsliðið ekki mætt með fullmannaðan varamannabekk í leikina það sem af er leiktíð og nú hefur fækkað í herbúðum liðsins. Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir, sem kom til Þórs í sumar, hefur yfirgefið félagið.

Þórsarar hafa þó ekki setið auðum höndum og bíða nú eftir leikheimild fyrir nýjan leikmann, Nataliu Lalic. Hún er áströlsk og kemur frá Woodland Warriors í Ástralíu, en spilaði áður með Indiana State Sycamores háskólaliðinu í Bandaríkjunum og á Ítalíu.

Natalia Lalic, væntanlegur leikmaður Þórs, í leik með Indiana State Sycamores.

Gífurrunnar

Sigurður Arnarson skrifar
31. október 2024 | kl. 09:00

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00

Karlakór í Kalabríu – I

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
29. október 2024 | kl. 09:30

Hús dagsins: Aðalstræti 22

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. október 2024 | kl. 06:00

Innskotsborð

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. október 2024 | kl. 11:30