Fara í efni
Pistlar

Ferðir ferliþjónustu með hjólastóla falla niður

Strætisvagnar Akureyrar og Akureyrarbær hafa tilkynnt um röskun á ferliþjónustu vegna yfirvofandi óveðurs í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar að allar ferðir ferliþjónustu með hjólastóla falli niður í dag vegna stormsins sem von er á hér á svæðinu um og upp úr hádegi. 

„Þessar ráðstafanir eru gerðar vegna þess að mjög hættulegt getur verið að nota hjólastólalyftur í miklum vindi þegar ekki verður ráðið við hurðir á ferlibílunum og annað sem skapað getur talsverða hættu fyrir alla sem nærri koma,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Notendur geta fengið frekari upplýsingar eða sent fyrirspurnir um ferðirnar með tölvupósti í ferlithjonusta@akureyri.is.

Skíðabelti

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
10. febrúar 2025 | kl. 11:30

Hádegislúrinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. febrúar 2025 | kl. 12:00

Afbrot og geðheilsa

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. febrúar 2025 | kl. 15:30

„Mamma, á ég að borga kallinum?“

Orri Páll Ormarsson skrifar
07. febrúar 2025 | kl. 10:00

Hvað á barnið að heita? Um nafnasúpu stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
05. febrúar 2025 | kl. 09:00

Marengs

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 11:30