Fara í efni
Pistlar

Bílnum stolið

EYRARPÚKINN - 27

Ég náði ekki upp fyrir stýrið þegar ég tók fólksvagn Þormóðs traustataki. Nældi ég í lyklana úr jakkavasa bróður og tíkall um leið því Nonni hafði litlar gætur á eftir böll.

Ók ég fyrir hornið á Eyrarvegi og horfði út Ægisgötu. Á því horni var pollur í rigningum og gaman að beita þeim bláa útí stöðuvatnið.

Það var sumarið sextíuogtvö og Roy Orbison í útvarpinu.

Svo færði ég mig niðrá túnið norðan Lönguvitleysunnar þurr í munni.

Pabbi mátti ekki af þessu vita og þagði Simmi þunnu hljóði enda fjórum árum eldri og kræfur við akstur.

Bláminn lét vel að stjórn, bara rek'ann í fyrsta gírinn og áfram.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Bílnum stolið er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Féll af kústhestbaki

Orri Páll Ormarsson skrifar
21. febrúar 2025 | kl. 20:00

Vatnsmiðlun skóga

Sigurður Arnarson skrifar
20. febrúar 2025 | kl. 15:00

Jesús og Júróvisjón

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 12:30

Dýrtíð

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
17. febrúar 2025 | kl. 11:30

Kári og Skúli

Jóhann Árelíuz skrifar
16. febrúar 2025 | kl. 06:00

Borð og stólar upp kirkjutröppurnar

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 06:00