Fara í efni
Pistlar

Bæjarráð samþykkti hækkanir Norðurorku

Hreinsistöð fráveitu Norðurorku við Sandgerðisbót. Myndin er af vef Norðurorku.

Bæjarráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt ákvörðun stjórnar Norðurorku um breytingar á gjaldskrá vatns- og fráveitu og vísað áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Stjórn Norðurorku ákvað gjaldskrárhækkanir fyrir hita-, raf-, vatns- og fráveitu, eins og Akureyri.net hefur fjallað um. Ákvörðun fyrirtækisins vakti litla gleði hjá Önnu Júlíusdóttur, formanni Einingar-Iðju, og skrifuðust hún og Ásthildur Sturludóttir á um málið í framhaldinu.

Ákvarðanir stjórnar Norðurorku um gjaldskrárbreytingar fara annars vegar fyrir bæjarstjórn, vegna vatns- og fráveitu, og hins vegar til Orkustofnunar og ráðuneytis vegna hita- og rafveitu. 

Upplýsingar um ákvörðun stjórnar Norðurorku, hækkanir á gjaldskrám einstakra veitna, ásamt rökstuðningi stjórnarinnar og upplýsingum um ástæður að baki þeim hækkunum sem stjórnin telur þörf á má finna í frétt Akureyri.net um málið frá 20. nóvember

Skíðabelti

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
10. febrúar 2025 | kl. 11:30

Hádegislúrinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. febrúar 2025 | kl. 12:00

Afbrot og geðheilsa

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. febrúar 2025 | kl. 15:30

„Mamma, á ég að borga kallinum?“

Orri Páll Ormarsson skrifar
07. febrúar 2025 | kl. 10:00

Hvað á barnið að heita? Um nafnasúpu stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
05. febrúar 2025 | kl. 09:00

Marengs

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 11:30