Fara í efni
Íþróttir

Ungir Þórsarar og KA-menn á leið til Eyja

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – XXXI

Fjölmenn knattspyrnumót eru haldin á hverju sumri fyrir yngstu kynslóðina, t.d. N1 mót KA fyrir 5. flokk drengja, Símamót Breiðabliks fyrir 5., 6., og 7. flokk stúlkna, TM-mót 5. flokks stúlkna í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir og lýkur í dag, og það elsta, Orkumótið í Vestmannaeyjum (kallaðist áður Tommamót og Shell-mót), þar sem strákar á eldri ári í 6. flokki reyna með sér.

Gamla íþróttamyndin þessa vikuna er tekin á Akureyrarflugvelli sumarið 1990. Þarna má sjá stráka í 6. flokki beggja Akureyrarfélaganna, Þórs og KA, áður en þeir stigu upp í flugvél sem flutti þá á Tommamótið í Vestmannaeyjum.

Á myndinni eru mörg kunnugleg andlit og lesendur eru hér með hvattir til að skoða myndina gaumgæfilega og senda ábendingar um nöfn á netfangið skapti@akureyri.net