Íþróttir
Örn sterkur á svellinu á Vetraríþróttahátíð
01.03.2025 kl. 16:00

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 68
Örn Indriðason varð Íslandsmeistari í öllum vegalengdum í skautahlaupi árið 1961, 500, 1.500, 3.000 og 5.000 m; á síðasta Íslandsmótinu sem haldið var allt þar nú um helgina. Hann var því ríkjandi meistari í 64 ár sem er líklega lengsta tímabil sem íþróttamaður hefur haldið titlinum Íslandsmeistari í nokkurri grein íþrótta, eins og orðað var svo skemmtilega á Akureyri.net í vikunni. Á myndinni er Örn, til vinstri, á Vetraríþróttahátíð ÍSÍ sem fram fór á Akureyri árið 1970.
Um helgina er 30 ára afmæli Skautasambands Íslands fagnað á Akureyri með árlegu Vormóti og Íslandsmeistaramóti í skautahlaupi.