Fara í efni
Íþróttir

Þór heimsækir Fjölni í Grafarvoginn

Aron Birkir Stefánsson í leiknum gegn Leikni á laugardag. Aron spilaði vel í leiknum og hélt hreinu. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Þórsarar sækja Fjölnismenn úr Grafavoginum heim í kvöld í fjórðu umferð Lengjudeildar karla. Leikurinn er spilaður inni í Egilshöll þar sem grasið á Fjölnisvelli er ekki tilbúið.

Fyrir leikinn eru Þórsarar með sex stig eftir þrjár umferðir. Liðið vann 2:1 sigur í fyrstu umferð gegn Vestra, tapaði svo 1:0 gegn Aftureldingu áður en liðið vann 1:0 heimasigur á Leikni á laugardaginn var. Fjölnisliðið er í þriðja sæti deildarinnar með stigi meira en Þór. Liðið hefur unnið Ægismenn og Selfoss en gert jafntefli við nýliða Þróttar.

Þegar þessi lið mættust í deildinni í fyrra sigruðu Fjölnismenn báða leikina 4:1. Fyrst á Fjölnisvellinum í maí og á Þórsvelli í júlí.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 og er sýndur beint á Youtube rás Lengjudeildarinnar sem nálgast má HÉR