Fara í efni
Umræðan

Raflína í lofti á Akureyri. Að hverju þarf að hyggja?

Nú stendur yfir umsagnarferli um áform Landnets að leggja 220 kv línu, Blöndulínu 3, frá tengivirki við Kífsá að Rangárvöllum. Í aðalskipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir að lína að Rangárvöllum yrði að mestu í jörðu í landi Akureyrar. Fyrir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi fer línan óþægilega nærri núverandi Giljahverfi og væntanlegu Móahverfi í framtíðinni, þegar það hverfi rís. Svo nærri að hætt er við verulegum óþægindum fyrir íbúa í þeim hverfum.

Í öðru lagi er línan stór þröskuldur í þróun framtíðarbyggðar á Akureyri. Þegar uppbyggingu Móahverfis líkur þá er næsta víst að horft verður til vesturs þaðan í átt á Mýrarlónslandi en fyrirhuguð lína Landnets þverar tengingar frá hverfum austan hennar í átt til fyrirhugaðra uppbyggingarsvæða í vestri. Það er auðvitað óásættanleg staða fyrir ört vaxandi bæjarfélag sem auk þess er orðið landlítið innnan núverandi bæjarmarka. Þróun áfram til framtíðar liggur ekki fyrir en í því þarf að vinna hratt. Þó gert sé ráð fyrir 900 íbúðum þá mun ganga hratt á þá innistæðu eins og dæmin sanna í Haga og Naustahverfum.

Að mínu mati er ekkert annað í spilum en koma þessar línu í jörðu, framtíðarhagsmunir Akureyrar eru í húfi. Það er því ekki eftir neinu að bíða með að koma þessu máli í ásættanleg horf vegna framtíðarþróunar Akureyrar. Hin nýja fyrirhugaðaða lína Landnets til Akureyrar verður að fara í jörð frá Kífsá til Rangárvalla.

Það bíður nýrra bæjaryfirvalda á Akureyri að ganga frá þessum málum hratt og örugglega og Landsnet verður að taka ásættanlegar ákvarðanir með framtíðarhagsmuni Akureyringa í huga í þessu stóra máli.

Jón Ingi Cæsarsson er fv. formaður Skipulagsnefndar Akureyrar

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00