Fara í efni
Umræðan

Opið bréf til bæjarstjórnar Akureyrar

Fyrir ári síðan sendi ég bréf til þáverandi formanns bæjarráðs Akureyrar Guðmundar Baldvins Guðmundssonar og lýsti fyrir honum ömurlegu ástandi gatna í hesthúsahverfinu á Akureyri sem gengur undir nafninu Breiðholtshverfi. Sendi ég honum myndir sem sýndu svo ekki var um villst að ástandið á götum var ömurlegt og í raun að verða bílskemmandi að aka um þessar götur.

Til að upplýsa þá hefur þetta ástand verið í raun svona í mörg ár og hef ég áður en ég sendi bréfið til Guðmundar í fyrra sítuðað við starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar Akureyrar um þetta. Svörin sem ég hef fengið ár eftir ár eru þau að engir peningar séu til og áætlaðir í að laga þetta, en farið verður í að hefla göturnar sem og hefur það verið gert sem svo dugar ágætlega í svona 2 til 3 daga.

Nú er komið árið 2022 og enn erum við hesthúseigendur í sömu sporum (sjá myndir teknar 11. og 12. nóvember 2022.) og ætla ég í þessu bréfi að krefja bæjarstjórn Akureyrar svara við því hvort það sé ásetningur þeirra að bjóða hesthúsaeigendum í Breiðholtshverfinu upp á svona aðstæður lengur.

Ég veit að það er borgaður fasteignaskattur af 103 hesthúsum í þessu umrædda hverfi svo ekki er hægt að segja að við búum þarna með hestana okkar frítt.

Ég er alveg viss um að t.d. golfarar nú eða knattspyrnumenn hér í bæ myndu ekki láta bjóða sér það ástand sem við hestamenn þurfum ár eftir ár að búa við og nú er mælirinn hjá mér komin á yfirfall.

Ég vænti þess að bæjarstjórn Akureyrar svari mér fljótt og vel eftirfarandi spurningum.

  1. Er það ætlan bæjarstjórnar Akureyrar að gera ekki neitt í þessu umrædda máli?
  2. Ef svarið er nei, hvað ætlar bæjarstjórn Akureyrar að gera?
  3. Ef svarið er að göturnar verða heflaðar legg ég til að þeim peningum verði varið í eitthvað annað, því heflun er ekki til neins, það hafa margítrekaðar heflanir undanfarinna ára sýnt.
  4. Ætlar bæjarstjórn Akureyrar að hefja nú þegar eins fljótt og verða má uppbyggingu hesthúsgatna og þar með koma fram við hesthúseigendur af sóma og virðingu og þá kannski í samræmi við að bjóða upp á svipaðar aðstæður fyrir okkur hestahúseigendur og aðra íbúa þessa bæjar?

Með von og trú um skjót svör.

Akureyri 14. nóvember 2022.

Sigfús Ólafur Helgason er hestamaður og hesthúseigandi í Breiðholtshverfinu.

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00

Valdið til fólksins – lykillinn að sterkara þjóðfélagi

Theodór Ingi Ólafsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 12:00

Félagshyggja hvað er nú það?

Haraldur Ingi Haraldsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 09:19

Blórabögglar og gylliboð frá vinstri

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
26. nóvember 2024 | kl. 20:00

Lykill að áframhaldandi velgengni

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
26. nóvember 2024 | kl. 18:50