Fara í efni
Pistlar

Nokkur grunnhugtök um vatn í jarðvegsauðlindinni

TRÉ VIKUNNAR - 107

Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _

Þvert á það sem margur virðist halda er ferskvatn takmörkuð auðlind. Stærsti hluti vatns í heiminum er saltvatn í höfum jarðar. Lætur nærri að 97% vatns sé saltur sjór. Hreint vatn er ekki nema lítill hluti af þessum þremur prósentum sem eftir eru. Það eru fáar þjóðir sem hafa jafn mikið af því og við Íslendingar. Sumt af því er meira að segja frosið í miklum vatnstönkum sem við köllum jökla. Ferskvatnsbirgðir heimsins eru reyndar að mestu geymdar í jöklum en því miður minnkar sú auðlind hratt á okkar tímum. Vatn í ám og vötnum er innan við 1% af vatni heimsins og aðeins hluti af því er hreint og ómengað. Í þessum pistli veltum við þessum dýrmæta og mikilvæga vökva fyrir okkur. Hann er öllu vistkerfinu ákaflega mikilvægur og þá ekki bara vegna þess að án vatns væri ekki hægt að hella upp á kaffi. Við förum í pistlinum yfir nokkur hugtök sem gott er að kunna skil á þegar rætt er um vatn í skógarvistkerfum heimsins og reyndar í öllum öðrum vistkerfum, ef út í það er farið.

 
Úrhellis rigning í Þjórsárdal. Aspirnar svigna undan rokinu sem fylgir úrkomunni. Allur þessi gróður ver jarðveginn fyrir skyndiáhrifum úrkomunnar og miðlar vatninu. Mynd: Sig.A.
Úrhellis rigning í Þjórsárdal. Aspirnar svigna undan rokinu sem fylgir úrkomunni. Allur þessi gróður ver jarðveginn fyrir skyndiáhrifum úrkomunnar og miðlar vatninu. Mynd: Sig.A.

Hið merkilega vatn

Vatn er ákaflega merkilegt efnasamband. Skýringin á virkni vistkerfa tengist gjarnan eiginleikum vatns og aðgengi gróðurs að því. Því er ágætt að hefja frekari umfjöllun á að skoða þetta efnasamband aðeins betur og við styðjumst við bókina Mold ert þú eftir Ólaf Gest Arnalds frá árinu 2023. Auðvitað má finna þessar upplýsingar í fjölmörgum öðrum ritum.

Sameind vatns er sett saman úr tveimur vetnisfrumeindum (H) og einni súrefnisfrumeind (O). Þetta skrifa efnafræðingar sem H20. Tölustafurinn segir til um fjölda vetnissameinda og á að vera hálfur í næstu línu fyrir neðan bókstafina, en því miður býður forritið, sem þessi grein er vistuð á, ekki upp á þann möguleika. Súrefnisfrumeindirnar hafa neikvæða hleðslu (O--) en vetnið hefur jákvæða hleðslu (H+). Í hverri vatnssameind raðast frumeindirnar (atómin) þannig saman að mínusarnir dragast að plúsunum. Sameindin er jafnframt skautuð, sem kallað er. Hún hefur bæði jákvæð og neikvæð skaut utan á sér. Það leiðir til þess að vatnssameindirnar dragast saman þótt þær séu í vökvaformi. Því er sagt að vatn hafi mikla samloðun. Þetta er forsenda hárpípukraftsins sem við sögðum frá í þessum pistli og margra annarra eiginleika þessa merka efnis.
 
Ferskt vatn er takmörkuð auðlind sem ber að verja. Hér er það í Gjánni í Þjórsárdal. Gróðurinn verndar vatnið og vatnið vökvar gróðurinn. Mynd: Sig.A.
Ferskt vatn er takmörkuð auðlind sem ber að verja. Hér er það í Gjánni í Þjórsárdal. Gróðurinn verndar vatnið og vatnið vökvar gróðurinn. Mynd: Sig.A.

Það er þessi skautun vatnssameinda sem veldur því að vatn er í vökvaformi við þær aðstæður sem ríkja á yfirborði jarðar. Það er ákaflega mikilvægt því annars væri allt vatn lofttegund við eðlilegan hita á jörðinni. Má segja að skautunin „festi“ vatnið saman. Skautun vatns skiptir líka miklu máli vegna þess að hún veldur því að vatn er góður leysir. Þess vegna getur vatn haldið utan um mikinn styrk jóna í lausn. Þessi eiginleiki er undirstaða efnahvarfa í vatni og leiðir til þess að uppleyst efni geta orðið aðgengileg ýmsum gróðri. Plönturnar geta því tekið upp næringarefni sem eru uppleyst í vatni.

Meira á vef Skógræktarfélagsins.

Sigurður Arnarson er í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Smellið hér til að sjá allan pistilinn

Tengslaröskun geðlæknisins

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
02. apríl 2025 | kl. 08:45

Rauðkál

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 11:30

Fíkn og viðhorf

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Aðalstræti 66; Indriðahús

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 07:45

Selur í eldhúsvaski

Jóhann Árelíuz skrifar
30. mars 2025 | kl. 09:00

Erum við kjánar?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
29. mars 2025 | kl. 06:00