Fara í efni
Pistlar

Loftkyndingin

EYRARPÚKINN - 9

Loppinn ligg ég í holinu og spekúlera. Pabba fannst rafofnahitinn dýr og var loftkynding lausnin og nýjung og man ég ekki annað hús lofthitað á Eyrinni.

Settu Ottó og Stebbi Snæbjarnar upp stokka oná loftinu og ristar ofar gluggum en torsótt þótti að skríða undir rjáfrið yfir herbergi Vigga og tylltu þeir ristinni við vegginn milli þess og Nonnaherbergis og var málamiðlun.

Forstofuherbergið státaði tveimur útveggjum og gluggum og var vélvirkjum láð dugleysið að koma ekki ristinni fyrir ofan glugga suðurveggsins með svarbláa skiltinu Eyrarvegur 35.

Pabbi pössunarsamur með kyndinguna og fastur passi þegar hann var á braut að kveikt væri á henni. Bronsgrænn skápur fyllti kompuna og sleiktu eldtungur rörið ef maður vék við loku.

Lofthitunin vort daglega brauð og kallinn olíusvartur yfir bruðli okkar og óráðsíu. Sírýnandi á mæli í holi og lækkaði á miðstöðinni. Fjölskyldan nú laus við ofnhitann en ekki kynt á kvöldum og lá við fótakali eftir nauðsynjar að næturlagi.

Er ekki verið að kynda um hábjartan daginn! stundi kallinn sveittur af verksmiðjunni, á alveg að gera út af við mann?

Og smeygði fleygnum græna og nestisdalli við vaskann, strauk af enni og spurði hastur Hvar er maturinn kona?

Korter í eitt lá ég afvelta í holinu, búið að hækka í tuttugu stig og hlustaði á ristarhvininn blandast kútmagahljóðinu af Tanga.

Fólk skundaði til vinnu, bara við mamma heima og leið mér aldrei betur.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Ellefu bækur í jólagjöf er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Einmana

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
20. desember 2024 | kl. 10:00

Helgiþinur og leyndarmálið sem hann geymir

Sigurður Arnarson skrifar
18. desember 2024 | kl. 13:00

Búrið

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
16. desember 2024 | kl. 11:30

Innilaugin

Jóhann Árelíuz skrifar
15. desember 2024 | kl. 06:00

Vikið frá ófrávíkjanlegri reglu

Orri Páll Ormarsson skrifar
13. desember 2024 | kl. 10:30

Kaniltré

Sigurður Arnarson skrifar
11. desember 2024 | kl. 09:00